Ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér sambandi við verðlagningu á íhlutum hér á landi. Nú er ég búinn að fylgjast mikið með verðum á öllum fjandanum (örgjörvum, skjákortum, minni, móðurborðum o.s.frv) bæði hérna og úti og það sem fer mest í taugarnar á mér er hversu ógeðslega mikið er okrað á örgjörvum og skjákortum (reyndar fleiru en ég tek þetta sem dæmi hérna).

Tökum sem dæmi Creative Labs Annihilator 2 (GeForce 2 GTS). Creative gaf hann út í Bandaríkjunum á 250$ (c.a 21.000 ísl) en hérna var gaurinn seldur á hvorki meira né minna en 35.000 - 38.000 (mismunandi eftir stöðum). Þetta er c.a 65% verðmunur (Virðisauki hvað!!!!).

Hvað á þetta eiginlega að þýða?. Það er ekki okrað svona mikið á vinnsluminni til dæmis (sennilega vegna þess að fleira fólk gerir sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er). Verðmunurinn á því hérna og úti er ekki nærri eins mikill og til dæmis á skjákortum og örgjörvum.

Tökum annað dæmi: Hérna er Athlon 1Ghz seldur á c.a 57.000 kall á meðan hann er seldur á 250 - 300$ (c.a 25.000 ísl) í útlöndum. Þetta á við um AMD örgjörva, en ef ætlunin er að kaupa Coppermine 1 GHZ má búast við að punga út vel yfir 100.000 kalli BARA fyrir örgjörvann.

Ég held að það sé löngu kominn tími til að við fáum svör á þessu “okri” íslenskra tölvuverslana. Ég einfaldlega neita að trúa því að innflutningskostnaður + vaskur o.fl sé svona mikill að verðið hérna og úti næstum tvöfaldist á tölvuíhlutum.

KREFJUMST SVARA!!!!


Walk with the 8 sacred virtues!
Avata