Rándýr Audio snúra í Tölvulistanum Hver kannast ekki við að vanta audio snúru milli geisladrifs og hljóðkorts/móðurborðs ?
Ég er eins og sennilega þið langflestir með 2 geisladrif en mig er búið að vanta audio snúruna í hljóðkortið í nokkra mánuði og afþví að ég bý í Grafarvogi þá þarf ég að þvælast niður í bæ til að kaupa það sem mig vantar í tölvuna eða panta það með tilheyrandi biðtíma.
En í dag laugardag átti ég erindi niður á Hverfisgötu þannig að ég hugsaði með mér að í heimleiðinni myndi ég koma við í Tölvulistanum og fá mér þessa snúru og aðra til að eiga til vara ef ég lenti í því að fá tölvu til að gera við sem ekki væri með þessa snúru og afþví að ég vissi að mágkona mín keypti svona snúru á 47.- krónur í EJS þá myndi þetta varla setja mig á hausinn :)
En ég fór semsagt í Tölvulistann Nóatúni og bað gaur um 2 audio snúrur og sveimérþá hann vissi strax hvað ég var að tala um og kom með 2 stykki pikkaði í tölvuna og sagði svo 980.-krónur !
HA ?! sagði ég … 980.- krónur endurtók gaurinn, ég hlýt að heyra verulega illa hugsaði og réti honum þúsundkall en þegar hann rétti mér 20 krónur til baka þá datt af mér sndlitið og ég gekk niðurlútur út úr verslunninni en það sauð á mér !
Ég er búinn að lofa sjálum mér því að ég skal aldrei aldrei ALDREI!!! versla þarna framar né ráðleggja neinum að versla við þá þetta er rán! 490.- krónur kostar 1 stykki audio snúra það er nokkuð hundruð sinnum meira en hún kostar tildæmis hjá EJS.
Ég veit að ég er alger auli að taka það í mál að borga þeta fyrir snúrurnar og láta mig hafa það en ég er bara þannig gerður að ég nenni ekki að vera að væla inni í verslunum reyni frekar að vera friðsamur og hefna mín á annan hátt :o) !!!

Það er fullt af góðum tölvubúðum til í Reykjavík
en Tölvulistinn er ekki ein af þeim !

Kallaðu það smámunasemi en mér finnst það ekki.