Það vill svo til að ég er að fara út í það að uppfæra PC tölvuna mína núna í sumar. Það er löngu tími til kominn enda er talvan mín 450Mhz Pentíum 3 með 192Mb minni. Þetta er hin mesta gæða talva, keypt í Aco er af tegundinni Gateway. Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég keypti mér einmitt þetta merki í þessari búð. Það vildi svo til að Íslandsbanki og Aco voru í samstarfi með námsmanna tilboð, og var það nokkuð sniðugt. Ég fékk meira að segja GSM síma með.
Ég hef reyndar þegar uppfært tölvuna örlítið, með því að bæta í hana meira minni og öðrum hörðum disk. Hinsvegar er það farið að hrjá mig hve aflið er lítið, þess vegna ætla ég að uppfæra tölvuna sem er búin að duga mér vel síðan 1999. Ég er nokkurnveginn búinn að ákveða það að fá mér dýrasta amd örgjöfan sem ég get fengið mér og samsvarandi móðurborð, minni og hardandisk. Það er aldrei að vita hvort að ég fái mér ekki aðra aukahluti. Það tók mig alveg ótrúlega langan tíma að ákveða hvernig uppfærslu ég ættlaði að fá mér og hér kemur smá saga af því.
Eins og allir vita þá ríkir almenn heimska á internetinu, í þessu endalausa hafi upplýsinga þá er meirihlutinn algjör steipa. Þegar ég fór að lesa mig til um hvernig uppfærslu ég ætti að fá mér kom það í ljós að allir vinir mínir voru með mismunandi skoðun á hvað er best. Nördanir á internetinu voru alveg eins. Nördanir vinir mínir eru flestir sammála því að AMD sé drasl heimi sem ofhitnar og skemmileggur tölvuna þína. Hinsvegar er ég þannig að ég vel það sem ég tel best, ég vel ekki vörum sem öðrum “finst” betri. Eftir að hafa farið í gegnum allskonar krapp á internetinu fór ég að skoða heimasíður sem segast hafa vit á þessum hlutum og eru svolítið professional. Ég skoðaði síður eins og www.tomshardware.com www.gamespot.com og www.firingsquad.com.
Allar þessar síður eru þannig að þær halda ekki með neinu ákveðnu liði. Nema kanski Tomshareware en þeir segja manni hvað er best. Niðurstaðan var sú að AMD AthlonXP eru bestu örgjöfanir. Þó að Intel sé farið framm úr í megariðum þá eru AMD örgjöfanir byggðir í nýjum kjarna og tækni og eru praktískari og ódýrari. Núna er Microsoft meira að segja farið að styðja þá betur.
Samt eru Intel örgjöfanir langvinsælastir, en mér langaði að koma með smá upplýsingar fyrir þá sem eru að reyna að skilja munin á þessum vörum.

AMD örgjöfanir eru með örgjöfa típu á markaðinum núna sem heitir AthlonXP, XP er vegna þess að hann er hannaður til þess að virka betur með WindowsXP. Hann er byggður á fekar nýrri tækni en Pentíum og er ódýrari. Í prófum hefur komið í ljós að AthlonXP 2000+ (1,7Ghz)jafnast á við Pentíum 4 sema eru yfir 2Ghz. Þetta mynnir mig alveg óttarleg mikið á Pentium vs. G4 umræðuna. Fyrir þá sem ekki þá er G4 betri en Pentíum vegna þess að hann er með 128bita arkítektúr og færri pípur, hann er praktískur og hitnar minna.
Pentíum 4 er bygjður á sama arkítektúr og Pentíum 3 sem er bygður á sama arkítektúr og Pentíum 2. Munurinn á Pentíum 2 og 3 er að Pentíum 3 “gáfaðari”. Munurinn á Pentíu 3 og 4 er að Pentíum 4 er með hraðskreiðara minni og kerfisbraut og er dýrari. Þetta segjir manni nokkuð. Hvergi hef ég fengið staðfestingar fyrir því sem vinir mínir eru að segja að AMD sé drasl, þetta virðist bara liggja í loftinu. Kenning mín er sú að þetta er nokkurskonar Mac vs PC miskilningur. Endilega bendið mér á ef ég er að fara með einhverja vitleisu hérna…
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*