Ástæðan fyrir þessari grein er að mér blöskrar hvernig viðskiptaháttir eru í íslenskum tölvubúðum í dag, verð eru langt fyrir ofan verð úti, þrátt fyrir að skellt sé á nokkrum dollurum fyrir sendingarkostnað og síðan reiknað út verðið með vaski!
<br>
Gott dæmi um þetta er að <u>Geforce 4 ti4400</u> fæst núna á <b>240 dollara</b> og er því allra dýrast í <b>270 dollurum</b>. Ef miðað sé við <b>270 dollara</b> og núverandi <u>gengi dollars</i> á <b>91 krónu</b> þá fáum við út <b>24.570 kr</b>.
Ef að bætt er við 30 dollara fyrir sendingarkostnað á einu korti þá gerir það <b>300 dollara</b> og ofan á þetta <b>lagt 24,5 vsk</b> þá fáum við <b>373 dollara</b>, helvíti dýrt er það ekki? En hvað gerir það í krónum?
Jú <b>33.943 kr</b>!<br>
Og hvað kostar Geforce ti4400 MSI í tölvulistanum (ATH: Þetta kort er talið vera eitt það allra ódýrasta 4400 kortið úti, þrátt fyrir að hafa VIVO)<br>
Það kostar <b>39.900</b> sem er slættur fjörtíuþúsund kall.
Sem þýðir að smásöluverð úti, plús sendingarkostnaður, plús vaskur mínus verð gerir að þeir eru samt að bæta við 5.957 krónum ofan á þetta allt saman!<br>
<br>
Svo er annað sem er allveg frábært, og það er hvernig reynt er að spara með því að kaupa inn og selja OEM (Kort gerð fyrir fjöldaframleiðslu og ekki jafn góð og retail í flestum tilvikum.)
Hver kannast ekki við að fá í hendurnar rándýrt kort án pakninga?
Þetta kallast Dirty Buisness, þeir fá OEM á töluvert ódýrari pening og það eina sem gerist er að þú ert rukkaður fyrir þetta líkt og það væri retail.<br>
<br>
Og þar sem að það vaða ekki allir lengur í peningum í dag einsog áður fyrr, þá bara spyr ég, getum við gert eitthvað í þessu okri?