Það hafa verið margar spurningar hér á huga um hvaða skjákort notendur ættu að kaupa sér og alltaf hafa sömu kröfur verið gerðar það verður að vera hratt og verður að vera ódýrt.

En til að fá það útskurðað hvaða kort er best án þess það höggvi stórt skarð í budduna þá hef ég skoðað verðlista hjá eftirfarandi fyritækjum

<a href=“www.tolvulistinn.is”>http://www.tolvulistinn.is</a>
<a href=“www.tolvuvirkni.net”>http://www.tolvuvirkni.net </a>
<a href=“www.netbudin.is”>http://www.netbudin.is</a>
<a href=“www.computer.is”>http://www.computer.is</a>
<a href=“www.isoft.is”>http://www.isoft.is</a>
<a href=“www.thor.is”>http://www.thor.is</a>
<a href=“www.bt.is”>http://www.bt.is</a>
<a href=“www.hugver.is”>http://www.hugver.is</a>

Ég tók nær öll sjákort sem þau voru að selja og copyaði þau inní Excel þar næst fór ég á <a href=“www.tomshardware.com”>http://www.tomshardware.com/graphic/02q2/020418/index.html</a> og skoðaði þar snilldargrein um það hvað mörgum frames p/s hvert einasta kubbasett var að ná í 3 leikjum. Þessir leikir eru:

<b>Aquanox</b>: sem er tiltölulega nýr leikur og nýtir tæknina sem nýjustu kortin í dag hafa.

<b>Max Payne</b>: Sem er orðinn dáldið gamall leikur en þarfnast þó öflugs skjákort.

<b>Quake 3</b>: Gömul þrívíddarvél sem oft er notuð til að prófa hve mörgum römmum nýustu kortið ná (helt sú sama og er notuð í half life leikina.

Þar næst setti ég inní sama Excel skjal hvað þessi kubbasett voru að ná mörgum römmum í fyrrgreindum Tölvuleikjum og fann þá út; <u> Verð á ramma á sekondu</u> .

Sjá Excel skjál: **Linkur á Excel skjal**


Og svona var útkoman úr þessari prufum, (meðalskor í leikjunum)

1. Ati Readon 7500
2. Nvidia GeForce4 MX 440
3. Nvidia GeForce2 Ti
4. Nvidia GeForce2 MX 200
5. Nvidia GeForce2 MX 400
6. Ati Readon 8500
7. Nvidia Geforce2 GTS
8. Nvidia GeForce4 Ti 4400
9. Nvidia GeForce4 MX 460
10. Nvidia GeForce3 Ti 200
11. Nvidia GeForce3
12. Nvidia GeForce4 Ti 4600
13. Nvidia GeForce3 Ti 500


Það sem ég myndi mæla með væri:

<b>Námsmaður</b>: GeForce4 MX 440, GeForce2 Ti eða Ati Readon 7500
<b>Ágætlega efnaður</b>: Ati Readon 8500, Nvidia GeForce3 Ti 200 eða Nvidia GeForce3
<b>Ríkur</b>: GeForce4 Ti 4400 eða GeForce4 Ti 4600


Þetta Test sýnir ekki hvað hvert kort er hraðvirkt heldur hvað það er hraðvirkt miðan við verð. (bara svona minna á það)

Síðan skal muna það að ekki eru öll kort frá mismunandi framleiðendum eins!! Þau geta verið mishraðvirkt, haft mis mikla auka fídusa s.s Tv-out og dvd hugbúnað.

kvet ég einnig fólk að skoða verðmun á kortunum í Excel skjálinu til að sjá hvað mikill verðmunur er á milli búða áður en farið er útí búð og keypt!

Öll verð geta breyst fyrirvaralaust og þau verða ekki updatuð í þessu skjáli !!

Vona að einhverjir hafa haft mikla Hjálp af þessu.

Davíð.