Fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði keypti ég mér Cordless mouseman wheel í BT, ég setti inn driverana sem fylgdu með og hún virkaði fínt ekkert jumpy eða neitt alls ekki neitt að. En svo núna um daginn keypti ég mér RA2 í BT og installaði honum og þá vildi hann ekki nota driverana sem ég var með fyrir músina, svo að ég uninstalla þeim og þá verður músin voða jumpy og höktir eins og áttrætt gamalmenni. Ég spila RA2 slatta og síðan ákveð ég að installa mouseman driverunum aftur en ekkert breytist músin heldur áfram að hökta og er bara með vesen. Ég er búinn að setja upp nýjustu driverana en ekkert breytist, sendirinn er ekki nema 15 cm frá músinni og ég er algjörlega ráðalaus varðandi músarkvikindið, getur einhver hér hjálpað ?