Intel stefnir að miklum hraða með P4 Það má búast við því að Intel auki hraðann verulega þegar nýi Pentium 4 örgjörvinn kemur. Stefnan er sett á 2GHz innan árs.

Hjá Intel er stefnt að því að Pentum 4 verði tilbúinn fyrir lok næsta mánaðar og fyrir mitt ár 2001 verði hraðinn kominn yfir 2GHz. Þetta eru stór áform, sérstaklega þegar litið er til vandræða sem Intel hefur glímt við uppá síðkastið, þar má nefna vandamál með 820 kubbasettið og innköllun á Pentium III með 1.13GHz tiftíðni. Á meðan hefur AMD nýtt tækifærið og náð forystu í hraðakapphlaupinu.

Með Pentium 4 vonast Intel til þess að vandamálin séu að baki. Nýji örgjörvinn sem koma á 20. nóvember verður í fyrstu seldur með 1.4GHz og 1.5Ghz tiftíðnum, áður en hraðinn verður aukinn verulega. Stefnan er svo sett á 2GHz fyrir mitt ár 2001.
———————
© visir.is
———————
Allt í lagi með það… En ég held samt að intel eigi eftir að klúðra þessu … veit ekki hvernig en ég held það bara… :)
Ég hef líka heirt að P4 geti bara gengið á sér intel móðurborðum og geti bara notað rambus minni… útaf einhevrjum samning sem intel gerði við RamBus … ef þetta er rétt er þetta búið hjá þeim því hin “almenni” notandi vill geta fengið það sem hann vill … valið sér móðurborð, minni, skjákort o.s.f … en ef þetta er rétt verður það ekki hægt… svo er RamBus svo ógeðslega dýrt !