Þessi grein byrjaði sem svar við Kork (Vandamál með ADSL innbyggt mótald) en ákvað að færa hana yfir í greinar vegna lengdar og þetta var meiri grein en korkur.

Fyrir ca 1-2 mánuðum þá lenti ég í því að Adsl hjá mér vara alltaf að bila. Ég er með innbyggt adsl módem og internet áskrift hjá Hringiðunni(Vortex)

Einn daginn þegar ég kveikti á tölvunni þá komu 2 rauð ljós á módeminu ég prufaði að restarta og þá virkar módemið.
síðan versnaði þetta og módemið virkaði bara annan hvern dag eða jafnvel sjaldnar. Og það hjalpaði hvorki að restarta né slökva og kveikja.

Þannig ég hringi í Hringiðuna ég úskýri hvað er að Hann biður mig um að fara yfir einhverjar stillingar en allt er eins og það á að vera. Hann heldur að það gæti verið driver vandamál og segir að ég gæti komið og sótt nýja drivera.
Ég geri það fæ einhvern geisla-disk með driverum. Þegar ég kem heim þá hringi ég í hringiðuna og hann leiðbeinir mér við uppsetningu. En enþá fæ ég rauð ljós á módeminu
hann kemst að þeirri niður stöðu að það gæti verið einhvað að adsl línunni og segir mér að hringja í Síman.

Ég hringi í síman tala við konu í þjónustuborði segji að mig vanti að tala við einhvern varðandi Adsl hún segir augnablik og ég bíð í ca 5 min á on hold og fæ loks samband við einhvern man ég útskýri það sem er að en hann vissi ekki hvað ætti að gera og biður mig um að bíða í aungablik ég bíð aftur allt í einu er ég að tala við einhverja konu sem sér um reikninga hún sendir mig aftur á þjónustu borð ég tala við hana og bið hana um að senda mig á réttan stað(er núna búin að vera í simanum ca 20 min) og loks fæ ég talaði við tækni man ég segji honum hvað væri að hann checkar á línunni en allt væri eins og það ætti að vera að það væri ekkert að hjá þeim. Sagði mér að tala við Hringiðuna.

Þannig að ég hringi aftur í Hringiðuna og segji að gauranir hjá simanum segja að línan sé í lagi að það sé ekkert að hjá þeim.
Hann segir við mig að það sé búið að vera bilun í adsl kerfinu á íslandi og að það gæti verið vandamálið og hann bíður mér um að koma með tölvuna til þeirra og checka hvort að adslið virkar hjá þeim.

Ég fer með tölvuna til þeirra og allt virkar fínt þar modemið blikar strax grænt og kemst online eins og ekkert væri að. Ég var bara orðlaus vissi ekki hvað ég ætti að segja. Fór bara heim í von um að það myndi virkar þar.
Þegar ég kem heim tengi tölvuna og Fæ ekkert annað en rauð ljós.

Nú var ég orðinn frekar pirraður

Ég hringi í Hringiðuna og segji þeim að það sé en rautt ljós hjá mér

Hringiðu menn segja að þetta hlýtur að vera adsl línan.

Ég fer heim og hringi aftur í Siman og þeir segjast ætla að senda man til og checka á adsl stöðinni sem er í mínu nágreni.
og hringja síðan í mig og láta mig vita.

það var ekkert að í þessari Adsl stöð allt eins og það á að vera gott samband og alles segir kallinn í símanum.
Ég bið þá um að senda man heim og checka á símalínunni kemur maður og mælir allt inn í vegg ekkert að.

Nú var sko mælirinn fullir ég hringi í frænda minn sem er tölvugúru hann segir mér bara að koma með tölvuna.

Ég fer með tölvuna til frænda hann prufar að tengja módemið við línuna hjá sér og enþá er rautt ljós allavega þá vitum við að það er ekki línan heima sem er biluð það hlýtur að vera módemið
hann prufar að setja nýtt módem í og þá VIRKAR ALLT.
virkar eins það á að virka hef ekki lent í vandræðum síðan kemst alltaf online.

þessi bilun var í ca 2-3 vikur

Hringiðan: Persónulega finnst mér hringiðan vera með góðaþjónustu en það með að henda manni svona á milli finnst mér ekki nógu gott.

Síminn: Frekar erfitt að ná tali á einhverjum sem getur hjálpað kannski of fáir þjónustu fulltrúar miða við hvað margir hringja inn ekkert gamana að bíða lengi eftir að ná tali við einhvern og síðan er maður sendur einhvert annað og svo aftur og allt í einu er maður kominn á byrjunar reit aftur.

kv Hoze
————————