Þannig er mál með vexti að ég fór og verslaði vinnsluminni í Lap Top tölvuna mína(Toshiba Satelite)eftir að hafa hringt og talað við Lap Top “sérfræðinginn” hjá þeim, hann fullyrti að vinnsluminnið myndi virka, Þannig að ég í minni trúgirni fór niðureftir og verslaði það.
Fór heim setti það í og allt fór í chaos…talvan virkaði ekki með þessu vinnsluminni.
Hringdi í þá og talaði aftur við þennan “sérfræðing” og viti menn hann þrætir fyrir að hafa fullyrt að minnið myndi virka, þannig að ég fer og vil láta tékka á því hvort það sé í lagi með minnið.
Tala við þessa gaura og reyni að útskýra málið fyrir þeim, þeir segjast ætla að tékka máli..hringja nokkrum dögum seinna og segja minnið í lagi vandamálið sé mín talva.
Ég var að sjálfsögðu mjög óanægður með þetta….ótrúlegt en satt þá býðst “sérfræðingurinn” til að endurgreiða mér minnið og ekki draga af 15% skilagjald sem venjulega sé gert….ég var að lýkindum ánægður með það…beið í nokkra daga og ekkert bólaði á aurunum á reiknignum mínum þannig að ég hringi aftur í þá…þá segist hann þurfa að skoða þetta eitthvað betur….ekkert hefur heyrst frá honum síðan og ekkert bólað á peningunum…..þetta var í Desember!!!

Tel ég þetta góða lýsingu á þjónustunni hjá þessu fyrirtæki…og er ekki ánægður.

Með von um betri þjónustu annarstaðar. CrazyGuy
Life is like the mail…