Sælir

Mig langar aðeins að tala um TV-out á ferðavélum. Nú á dögum harðnandi samkeppni í fartölvumarkaðinum, þá virðast tölvufyrirtækin berjast með kjafti og klóm um hylli stúdenta og menntaskólakrakka. Einn fídusinn sem mikið er auglýstur, er TV-out á ferðavélum, þannig að ef tölvan er með DVD drif, þá er beinlínis hægt að nota hana sem DVD spilara.

En nú eru til tvær tegundir af TV-out: RCA og SVHS. Ég og kærastan mín eigum sitthvora tölvuna, hún er með HP Omnibook, með RCA TV-out, en ég er með Fujitsu Amilo, með SVHS út.

Það sem mig langaði að spyrja um, hvort fólk kannist við erfiðleika, við notkun á SVHS tenginu? Nú kann ég nokkuð vel á tölvur, en sama hvað ég reyni, þá fæ ég eingöngu Svarthvíta mynd á skjáinn. Ég er að sjálfsögðu búinn að breyta outputinu í pal, og svo tengi ég svhs og hljóðið í scart tengið á sjónvarpinu (sem er sony og styður SVHS) En samt er þetta alltaf svarthvítt. Vitiði hvernig þetta er leyst?

Eftir þetta, hef ég reyndar heyrt frá ýmsum sem eru með SVHS að þeir fái bara Svarthvítt á sjónvarpsskjáinn,,,, er þetta svona með allar ferðatölvur með SVHS útgang.

Ef svo er,, þá er verið að féfletta ansi marga unga kaupendur.