PACT corporation hefur tilkynnt nýjann örgjörva sem þeir hafa verið að þróa sem á að geta keyrt 50-60.000MIPS, sem þeir segja að sé svipað og 80 P4. Það sem meira er að þessi örgjörvi sem þeir kalla XPP (frumlegt?) á að keyra á 100Mhz sem myndi þýða að hann myndi keyra kaldar og notaði minna rafmagn en núverandi ofurörgjörvar.

Því miður er þó mjög ólíklegt að við munum sjá eitthvað þessu líkt á PC markaðnum í bráð því að þessir örgjörvar reiða sig mikið á að geta séð fyrir aðgerðir og munu því aðallega koma að gagni á sviðum þar sem mikið er verið að tyggja á einsleitum gögnum eins og td í myndvinnslu, dulkóðun, þrívíddarvinnslu, 3G samskiptum og lífiðnaði.
Þetta hinsvegar hefur sínar góðu hliðar því að ef maður lætur sig dreyma aðeins getur maður séð fyrir sér að þetta muni hafa í för með sér ódýrari 3G samskipti, framfarir í lífiðnaði (hver veit kannski styttir þessi tækni biðina í betri lyf gegn HIV), styttingu á vinnslu tíma og minnkun á kostnaði við gerð tölvugerðra bíómynda og svo framvegis.

Meira um þessa tækni er að finna á <a href="http://www.theregister.co.uk/content/3/20576.html“>The Register</a>
og hjá framleiðandanum <a href=”http://www.pactcorp.com"> PACT Corp.</a>

Rx7