Ég fékk í jólagjöf harðan disk sem gaf sig eftir fjóra daga. Alla vegana endaði það þannig að diskurinn var sendur til írlands í ábyrgð og gengið frá viðeigandi útflutingsskýrslu fyrir tollinn.

En framleiðandi útskurðaði diskinn gallaðann og ónýtann og sendi mér nýjann, ekkert vesen þar á bæ en þá vill tollurinn að vaskurinn sé borgaður alveg upp á nýtt.

Hvað mig varðar er þetta sami diskurinn, sama geymslurými, hraði …

Þó svo að ég hefði kvittanir og gengið frá útflutingsskýrslu, ef framleiðandi telur að það taki því ekki að gera við völundarsmíði rökrása og hefur ekki fyrir því að senda vottorð og ljósmyndir því til sönnunar um að nákvæmlega sömu sameindir séu að koma til baka og hafi verið sendar út þá skal borga.

http://www.tollur.is/rikistollanefnd/urskurdir/urdrattur62000.htm

Hér er svipað mál á ferð, þessi greyið maður lendir í því að kaupa veiðistöng sem reynist gölluð, framleiðandi lætur mannin bara fá nýja stöng skv. ábyrgð en tollurinn heimtar borgun því að þetta er jú alveg ný stöng.

Íslendingar geta sem sagt ekki fylgt eftir ábyrgð utan landsteinanna, áhættan á því að tollurinn rukki fyrir gerir það að verkum að hlutir sem úreltast eða eru mjög dýrir borgi sig ekki.
T.d. á ég annan harðan disk 6 gig, hann hætti einn daginn að fara í gang, hann er í ábyrgð ennþá, en gæti ég þurft að borga vask frá því þegar þessir diskar voru normið? Heilbrigð skynsemi og sanngirni eru óþekkt fyrirbæri hjá tollinum og ef hægt er að láta borga meira en minna mun meira verða innheimt.

Hvað á maður að gera, leysa ekki út tollhlutina? Lenda aldrei í því að þurfa að leysa út tollvöru?

Alla vegana, aldrei fá pakka sendann, aldrei senda neitt út og biðja Guð að þið lendið aldrei í tollinum. Það má vera að þetta tollarafólk byrji lífið sem venjulegir íslendingar en enda svo í svona mannskemmandi starfi og verða barasta níðþröngir böðlar embættisins.

Mottó tollsins og skattsins: pína skal virðisauka úr sauðsvörtum skrílnum og ef eitthvað múður er þetta bara enn annar auminginn að reyna að komast undan að borga.

Mottó opinberra starfsmanna: fara skal eftir reglum, hvort sem það er að halda gripavögnum Hitlers innan tímaáætlunar, framkvæma ónauðsynlegar skurðaðgerðir eða rukka vask af einhverju sem var sent í ábyrgð sem kostaði ekkert.