Mér finnst nauðsynlegt að fá að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri vegna greinar sem Rx7 skrifaði hér á Huga þann 21. desember sl. þar sem fyrirtækið okkar varð fyrir ákúru af hans hálfu. Hluti úr greininni hans sem að okkur snýr var eftirfarandi:

—–
5.Sæti Isoft.is
Fyrir utan það að láta mann samþykkja einhvern svakalegann samning um leið og maður skráir sig eru þeir með slappt úrval og ljóta síðu. Það sem hinsvegar gulltryggir þeim neðsta sætið er að verðin á síðunni þeirra eru í allverulega slæmum graut: $[tala]kr. svona eru öll verðin á síðunni og ef þeir eru með svona slappa síðu þá efa ég að þjónustan sé betri.
—–

Mér finnst allt í lagi að vefsíður séu skoðaðar og þeim gefinn einkunn, sérílagi ef eigendur þeirra eru látnir vita af því. Það hefur hinsvegar ekki verið gert með þessari könnun og því erfitt að ætlast til að eitthvað batni ef ekki koma komment.
Þó mér finnist framtakið ágætt þá finnst mér þó leiðinlegt að sjá er að Rx7 hefur kveðið upp þungann dóm yfir iSoft.is.

Mig langar að koma með smá ábendingar varðandi þetta:

1. “samþykkja einhvern svakalegan samning um leið og maður skráir sig”
- Þetta með samninginn er ofureðlilegt. Er ekki betra að eiga möguleikann að lesa yfir hann áður en þú kaupir? Þannig veistu að hverju þú ert að ganga. Flestir aðrir benda á viðskiptaskilmálana síðar, þegar kemur að því að nýta þá. Þá ertu hinsvegar búinn að versla vöruna og ert fastur í þeim viðskiptaskilmálum sem þú hefur ekki kynnt þér.

2. “slappt úrval og ljóta síðu”
- Það er gott á fá komment á það sem miður fer. Þegar greininn var skrifuð hjá Rx7 hafði verslunin verið opin í 21 dag. Það er ennþá verið að bæta vörum í verslunina og verður áfram. Við ákváðum hinsvegar að hrúga ekki inn vörum á vefinn sem við vitum að sest ekki eða máski bara 1 stk. Við bjóðum hinsvegar nánast allar tölvuvörur, ef þær eru ekki listaðar þá erum við með síma 511 3080 og tölvupóst isoft@isoft.is. Hvað varðar útlitið þá er smekkur fólks mismunandi og ógerlegt að gera svo vel að öllum líki. Við erum hinsvegar alltaf að vinna í þessum málum.

3. "Það sem hinsvegar gulltryggir þeim neðsta sætið er að verðin á síðunni þeirra eru í allverulega slæmum graut: $[tala]kr. svona eru öll verðin á síðunni“
- Þetta með verðið fannst mér toppa greinina hjá Rx7. Það vill svo óskemmtilega til að akkúrat þegar hann var að renna í gegnum verslanirnar kom upp minniháttar bilum með gjaldeyrisbirtingu í verslun iSoft.is. Í staðin fyrir að kanna málið betur skellir Rx7 fram þessari setningu án þess að vita hvað býr að baki. Þessi bilun varði í tæpan sólahring en hafði engin áhrif á verð varanna, aðra en birtinguna á netinu á meða bilunin varði.

4. ”Ef þeir eru með svona slappa síðu þá efa ég að þjónustan sé betri“
- Hér kemur punktur sem Rx7 kom sjálfur inn á í umfjölluninni sinni þar sem einungis, að hans sögn, var verið að leggja mat á úrval og samanburð við aðrar síður. ”Traust og viðskiptareynsla kom ekki inní uppröðunina" segir Rx7. Hvað er hann þá að meina með því að þjónustan sé sennilega ekkert betri. Hefur hann prófað þjónustuna til að geta slegið þessu fram. Útlit hefur ekkert með þjónustu að gera.

Að lokum langar mig til að benda á fleira sem ekki var tekið inn í myndina.
Viðskipti á netinu eiga að byggjast á trausti. iSoft.is er ein örfárra netverslana á Íslandi sem tryggir viðskiptavinum 100% öryggi þegar kemur að persónuupplýsingum. Allar slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á SSL Server (Secure Socket Layer) vottuðum af VeriSign.
Þetta er hlutur sem flestar hinar verslanirnar gera ekki og viðskiptavinurinn er að senda jafnvel kreditkortaupplýsingar yfir netið, ódulkóðað.

Nú er ég búinn að ausa úr skálum visku minnar og vona að það hafi verið til gagns.
Með kveðju,
Guðmundur Zebitz,
framkvæmdastjóri iSoft á Íslandi