Ekki setja tölvuna saman sjálfur, kauptu pakka! Ég hef fylgst svolítið með umræðum hérna á þessu áhugamáli og hef tekið eftir því að hér keppist fólk um að hvetja hvert newbieið á fætur öðru til að setja saman sína eigin tölvu sjálft. En þá spyr ég, er það þess virði að fara út í svoleiðis? Eru kostirnir fleiri en gallarnir.

Fyrst ætla ég að byrja að segja aðeins frá minni reynslu. Fyrsta tölvan sem ég fór eitthvað af alvöru að fikta í var HP vectra 120 mhz keypt í kringum 1995. Þessi tölva er búin að ganga eins og klukka og gengur enn. Einungis hefur þurft að uppfæra minni og harðan disk í henni. Í þessari vél smellpassar allt saman og allt er hannað til að virka með öllu. Vegna þessa náði vélin að keyra leiki sem kröfðust mun meira en hún hafði að bjóða og keyrði hún m.a. The sims (sem þarfnast 230 mhz) þannig að hann var vel spilanlegur.

Næst kemur aðeins nýrra dæmi um HP Brio 800 mhz vél. Þessi vél kom upphaflega með win 98 SE en nýlega þurfti ég að uppfæra í 2000 til að geta keyrt hana betur á innanhúsneti. Ef þetta hefði verið heimatilbúin vél hefði tekið langan tíma að grafa upp nöfn og númer alls í vélinni og finna út hvort það passaði við win 2000 en í staðin var farinn inn á hp.com þar sem mér til mikils léttis sá ég að hakað var grænu vaffi við vélarnúmerið sem þýddi win 2000 gengi án vandamála.
Næst var diskurinn formataður og allt sett inn frá grunni. Eins og vænta mátti ræstist vélin upp án alls hardware stuðnings þar sem alla drivera vantaði. Þá tók við rúmlega 1 tíma prósess sem miðaði að því að reyna að fá USB ADSL módemið til að virka (það fylgdi ekki með vélinni). Það tók eins og ég sagði rúman klukkutíma þar sem pakka-driverarnr virkuðu ekki með win 2000 þó að það hafi staðið á pakkanum. Það var ekki fyrr en ég fór í aðra tölvu og náði í nýjustu driverana á netinu sem þetta fór að virka almennilega. Þegar því var lokið tók enga stund að koma driverunum inn fyrir allt hitt draslið. Það eina sem ég þurfti að gera var að fara aftur inn á heimasíðu vélarinnar hjá HP og þar var að finna lista með öllum nýjustu driverunum og þurfti því bara nokkur smell og allt var komið upp. Ef þetta hefði verið heimatilbúin vél hefði líklega jafn mikil tími í hvert hardware og fór í módemið.

Amma keypti sér nýlega tölvu frá ónefndri búð en sú tölva var sett saman af þeirri búð. Þessi tölva hefur verið mjög óstabíl og í upphafi þurfti að fá tvær nýjar áður en hún fór að virka. Þrátt fyrir það frýs hún enn þá oft í bios chekkinu.

Út frá þessu eigið þið að sjá að það fylgja því ýmsir kostir að kaupa “merkjavöru” þá er ég að tala um traust merki eins og HP og IBM og kannski Compaq. Gallarnir eru helst þeir að maður getur ekki þóst vera svaka klár fyrir framan vini sína þegar maður sýnir þeim að maður setti sína tölvu saman alveg sjálfur.