Jæja ruglukollunum á Tomshardware.com tókst það, þeir píndu P4 Northwood uppí 3Ghz.
Northwood core-inn nýji frá Intel er framleiddur með 0.13micron tækni sem þýðir að hann ætti ekki að hafa neitt fyrir 2,2Ghz. Þessvegna ákváðu kallarnir hjá Tomshardware að sjá hvað þeir kæmu honum hátt.
Til verksins notuðu þeir Gigabyte GA-8IRXP móðurborð með Intel 845D chipsettinu og til að það kviknaði nú ekki í öllusaman þá smelltu þeir upp vatnskælikerfi frá Innovatek (kerfi sem þeir hafa notað áður með góðum árangri).
Þar sem multiplier-inn er læstur á örgjörvanum (22 frá verksmiðju) þá var eina leiðin til að fá hann svona hátt að hækka FSB hraðann uppí 137Mhz og core voltage uppí 1.85V.
Þegar búið var að ganga frá öllu og tékka hvort kerfið væri stöðugt var hafist handa við að prófa hvernig græjan stæði á móti öðrum ó-yfirklukkuðum örgjörvum og var engin spurning að þeir tækju fyrir alla P4 línuna og alla Athlon XP+ línuna.
Í Q3 var 3Ghz P4 heilum 20 FPS í 640x480 en ekki nema 5FPS 1024x768 yfir þeim sem kom á eftir, sem var náttúrulega sami örgjörvi óklukkaður.
Svona hélt þetta áfram í gegnum flest prófin þangað til kom að Office performance í SysMark2001 en þar var 3Ghz-inn rúmlega 180 stigm yfir næsta á eftir sem auðvitað var AthlonXP 2000+ eða 386 P4 á móti 203 AthlonXP 2000+ (P4 2,2 var með 201 stig) og kom það mér mjög á óvart.
Það hversu auðvelt var að ná honum uppí svona mikinn hraða sýnir að Northwood-inn getur meira ef menn eru nógu virkir.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort nýju XP örgjörvarnir munu halda í við P4 eða hvort 0.13micron Northwood core-inn muni hafa vinninginn.

Rx7