Hérna er smá grein sem ég skrifaði á HL korkinn. Ég fór í gegnum helstu tölvuseljendur á landinu og kom upp með þennan lista. Eftirfarandi er ráðgjöf til stráks sem var að biðja um upplýsingar um hvar hann ætti að kaupa tölvu. Komið endilega með gagnrýni á þetta.

Alvöru karlmenn setja sínar eigin vélar saman (eða var það alvöru nördar?). Hérna er það sem þú ættir að fá þér. Fáðu þann sem að selur þér móðurborðið til að festa örgjörfa og kælingu og að flassa BIOS'inn í nýjustu útgáfuna.

Móðurborð
Abit KG7, AMD761 /VIA686B,ATA100, DDR allt að 4Gb; kr: 19.990 -Hugver.is
Shuttle AK 31 Ver 3.1 VIA KT266A DDR SocketA; kr: 17.400 -Tölvuvirkni.net
*ABIT móðurborðið er eldra, reyndara og hæggengara. Shuttle er veitir meiri hraða, sambyggt hljóðkort en hefur ekki sömu reynsluna.

Örgjörfi
AMD 1700+ XP; kr: 22.100 -Tölvuvirkni.net

Minni
DDR256 MB266; kr: 11.388 -Tölvuvirkni.net
DDR 256 MB; kr: 11.400 -Netbudin.is
*Þetta er bara ódýrasta minnið. Ég veit ekkert hvað það er vandað. Getur verið að þú getir fundið 2ns minni einhversstaðar fyrir aðeins meiri pening. Það er þess virði.

Harður Diskur
IBM 60GB 60GXP A100 7200; kr: 21.765 -Tölvuvirkni.net
IBM 60GB 60GXP; kr: 21.632 -Netbudin.is
*60GXP er nokkuð nýleg tegund IBM diska sem bilar ekki eins og 75GXP gerðu.

Skjákort
Hercules175MHz cc 64MB DDR RAM; 3D Ti 200; kr: 32.018 -Tölvuvirkni.net
Sp6600Ti+Tv Lýsing; kr: 19.406 -Tölvuvirkni.net
Microstar GeForce3 Titanium 200, 64mb DDR minni, AGPx4, með TV-in og TV-out+SVHS; kr 34.900 -tolvulistinn.is
*Hercules kortið er best nema að þú viljir fá TV inn.

Geisladrif/skrifarar
20x/10x/40x skrifari frá Aopen CDW-2040, 2mb buffer, Buffer Underrun Proof, m/ hugb., IDE; kr: 15.900 -tolvulistinn.is
24x/10x/40x skrifari frá Acer CDRW-2410A, 2mb buffer, Buffer Underrun Proof, m/ hugb., IDE; kr: 16.900 -tolvulistinn.is
24x10x/40x skrifari frá TEAC CDW524E, 2mb buffer, Buffer Underrun prot., m/hugb., int.IDE; kr: 21.900 -tolvulistinn.is
*TEAC er langbesti framleiðandinn. Ég myndi fara í hann.

Hljóðkort
Sound Blaster LIVE! Audigy Player með High definition 5.1, kemur með innbyggðu FireWire tengi; kr: 12.900 -tolvulistinn.is
*Shuttle móðurborðið er með ágætis hljóðkorti sem dugar ágætlega. Ef þú ferð í ABIT móðurborðið er bara sniðugt að kaupa Fortissimo í BT tölvum. Veit ekki hvað það kostar.

Kassar
300W Macron. AMD sþ.Hljóður.P4. 2xUSB á framhlið; kr: 6.900 -Hugver.is
Antler 300W; kr: 7.106 -netbudin.is
T39 Steel - Muse Steel Middle Tower Turn kassi 350W+P4+PFC, 2xUSB að framan; kr: 9.990 -tolvulistinn.is
*Passa bara að þeir séu AMD samþykktir.

Skjáir
ADI E66, 0.26dp, 1280x1024 @ 86KHz, 19\'; kr: 40.895 -netbudin.is
Philips, 109S, 19'; kr: 59.990 -hugver.is
*Eða Mitshubishi frá EJS. Passa bara að þeir nái minnst 86KHz á þinni uppáhalds upplausn og að þeir séu TCO 99\' certified.

Kaupa síðan eitthvað ódýrt netkort. Sennheiser headfóna í Pfaff húsinu Grensás. Góða mús og lyklaborð (helst eitthvað natural) ekki spara hérna. DVD drif geturðu fundið út sjálfur. Fáðu að prófa hlutina sem þú ert ekki viss um. Kauptu umfram allt hljóðláta kælingu og kassa.

Ég veit lítið sem ekkert um þessar búðir flestar. Mér skilst að það sé sæmileg þjónusta hjá þeim öllum.