Ok.. ég ákvað í byrjun Oktober að kaupa mér fartölvu fyrir skólann. Ég ætlaði að kaupa mér notaða vél en sama hvar ég leitaði …. ég fann enga vél. Ég sá fram á það að þurfa að kaupa mér nýja vél og selja bara borðtölvuna mína. Ég átti Asus A7M266 móbó og var nokk sáttur við það þannig að ég ákvað að skoða Asus fartölvurnar sem Boðeind er að selja.

Gott og blesssað… ég fer þangað og sé þessa fínu vél (a1300 Slimline)… en finn ekki nema 1 review um hana. Ég ákveð nú samt að kaupa vélina þar sem móbóið var búið að gera góða hluti.

Eftir viku festist geisladrifið inn í tölvunni. Ég veit ekkert akkuru svo ég fer með hana niðreftir. Þeir laga þetta og segja mér að ég verði að fara ROSALEGA VARLEGA þegar ég er að loka drifinu og megi alls ekki loka því með því að ýta í endann á því heldur allveg fyrir miðju… annars getur það fest.

Eins hallærislegt og þetta er þá geri ég þetta nú en aftur gerist þetta og ég fer með hana aftur niðureftir og þeir segja það sama. Hversu varlega á ég að fara !?!?

Jæja…. nokkrum vikum seinna þá finnur Win2K ekki geisladrifið.. bara eins og IDE kapallinn hafi farið úr sambandi. Ég náttla þori ekki opna vélina þannig að ég fer með hana niðureftir og þeir segja að ég hafi rykkt drifinu úr tölvunni of harkalega og það hafi allt bognað inn í tölvunni og drifið datt úr sambandi.

W - T - F !!??!??!?!?!?!!?!??!

Sá eini sem fer í tölvuna er ég og þetta hefur ekki gerst. Ef þetta hefði gerst þá hefði ég viðurkennt það og borgað þessar 2700 kr sem þeir rukkuðu mig um, þó hún sé í ábyrgð og ekki söguna meir. 2700 kr er líka ekki mikið fyrir svona viðgerð. Ég borgaði reyndar þennan reikning en var ekki sáttur og gaf það til kynna að þetta væri fáránlegt. Þetta gerðist í dag um 17:00 leitið og núna var ég að kveikja á vélinni og það eru svo mikil læti í henni að það er eins og ég sé með 90 handónýta ísskápa sem eru að reyna að halda sér gangandi á handónýtum mótor !!!!

Ég er ekki að fara með vélina þangað til að láta gera við hana, það er allveg á hreinu þótt hún sé í ábyrgð.

“Þú ert nú allveg ótrúlegasti kúnni sem við höfum átt viðskipti við, ég hef bara aldrei kynnst öðru eins !!”

Þetta fæ ég líka að heyra frá honum……………. væri ég að koma með vélina endalaust í viðgerð ef það væri í lagi með helvítis tölvuna !!?!?

Hefur einhver lent í veseni með dót frá þeim !!?