XFX GeForce 9600 GT umfjöllun Það er óhætt að segja að hasar og læti séu á skjákortsmarkaðnum. Bæði Nvidia og ATI hafa sett á markað fjöldann allan af nýjum gerðum undanfarna mánuði. Svo mikil hafa lætin verið að það þarf að hafa sig allan við til þess að ná að komast yfir að prófa þau öll. Aðalpúðrið hefur farið í að fjalla um skjákort sem gera tilkall til þess að teljast öflugustu skjákort sem boðið er uppá hverju sinni, en ATI náði forskoti með HD 3870 X2 í örskamman tíma, bara til þess að tapa krúnunni fljótlega aftur til GeForce 9800 GX2. Það skjákort sem tekið verður til kostanna hér tilheyrir flokki miðlungsöflugra skjákorta. XFX GeForce 9600 GT skjákortið sem prófað er hér var lagt til af Tölvutækni. Er XFX GeForce 9600 GT hagstæðustu kaup sem þú getur gert í dag? verður m.a efni þessarar greinar.

Þrátt fyrir að Nvidia hafi aftur náð þeirri stöðu af ATI að geta boðið upp á öflugasta skjákortið sem hægt er að kaupa, þá hefur hefur Nvidia GeForce 8600 línan miðlungsöflugra skjákorta átt undir högg að sækja. Allt frá því að AMD/ATI setti á markað ATI HD 3850 í nóvember 2007 hefur það skjákort vegna verðlags og afls verið konungur miðlungsöflugra skjákorta. Við slíkt ástand getur Nvidia að sjálfsögðu ekki unað og ætla sér að bæta úr því með GeForce 9600 GT.

GeForce 6600GT, 7600GT og 8600GT eru skjákort, sem flestir tölvuáhugamenn þekkja, enda sennilega mest seldu skjákortin hér á landi undanfarin ár. Þessi skjákort eiga það sameiginlegt að hafa talist til miðlungsöflugra skjákorta. Það gleymist oft í hamaganginum þegar fjallað er um stríð framleiðanda um hver geti boðið upp á öflugasta skjákortið sem hægt er að kaupa hverju sinni, að sala miðlungsöflugra skjákorta skapar mest af tekjum framleiðenda. Það er því mikilvægt fyrir ATI og Nvidia að geta boðið upp á spennandi kosti í þessum flokki.

Nánar um XFX

XFX er fyrirtæki með viðhorf, sem best er lýst með orðum þeirra sjálfra (í lauslegri þýðingu): “XFX þorir að fara þangað sem samkeppnisaðilar myndu vilja fara, en geta ekki”. XFX sérhæfir sig nánast eingöngu í framleiðslu á vörum sem byggðar eru á tækni frá Nvidia, s.s móðurborðum og skákortum. XFX er hluti PINE samsteypunnar sem stofnuð var 1989 og nýtur samstarfs við fyrirtæki eins og Dell, NEC, Microsoft, Panasonic, Philips, Samsung, og Intel, svo einhver séu nefnd. Fyrirtækið framleiðir um 500 þúsund einingar af tölvu tengdum vörum árlega. Höfuðstöðvar PINE eru staðsettar í Hong Kong. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast upplýsingar um fyrirtækið á http://www.xfxforce.com

Framhald þessarar greinar og fleiri greinar sem þessa er hægt að nálgast á

www.tech.is


Editor RISI
Copyright Yank 2008