Jæja..þá er uppáhald allra tölvummanna í skeifunni (BT) búnir að dreifa nýjum bæklingi og þar eru þeir að telja landsmönnum trú um að þeir séu að selja þeim góðar og öflugar tölvur….sem ég er ekki sammála :)

Við skulum líta sem snöggvast á hvað þessi nýjasta stjarna BT, sem nefnist Compaq 5BW120 hefur upp á að bjóða…og hvað ég finn að því. :)

Byrjum á upptalningu úr BT blaðinu með mínum athugasemdum til hliðar (ef þess þarf). Auk þess fletti ég þessari týpu upp hjá Compaq á netinu <a href="http://www.compaq.com“>www.compaq.com</a>.

600MHz Intel Celeron — 600MHz er ekki mikið í dag, bestu kaupin eru á Celeron 733 eða coppermine 700, þarf semsagt að stækka fyrr en varir.

64 MB innra minni (stækkanlegt í 512MB) – OJ…ég hef sagt það áður og ég segi það aftur 64MB er EKKI nóg…128 lágmark í dag fyrir nýjar vélar. Einnig ”gleyma“ þeir að taka það fram að það eru bara 2 minnisraufar á móðurborðinu þannig að það verður dýrt að uppfæra (ekki hægt að gera það í smá skömmtum).

15GB harður diskur – Ojæja…15 ætti að ”duga" svosem…segi ekki meira.

8MB skjástýring – Spilar enga af nýjustu leikjunum á þessari skjástýringu með mannsæmandi hætti og þar sem að hún er byggð í móðurborðið og það er engin AGP rauf þá verður vandasamt að uppfæra.

DVD mynddiskadrif – Humm..það stemmir ekki við þá týpu (5BW120) sem ég fann hjá Compaq á netinu..þar er bara 40x CD-ROM drif..læt það liggja á milli hluta. Og það er ekki minnst orði á hraðann á drifinu

Geisladiskaskrifari – og það er heldur ekki að finna í þeirri týpu sem ég fann á netinu. Og aftur klikka þeir á því að minnast á hraðann.

56K mótald – allir sem hafa unnið við tækniaðstoð hjá Internetfyrirtækjum vita að þau koma öll úr neðra.

3 lausar PCI raufar (fyrir t.d. nýtt netkort, skjákort eða hljóðkort) — Þær eru 4 raufarnar en ein er þegar upptekin fyrir módemið og ekkert ISA…ojæja og fólk verður eiginlega að uppfæra skjákortið (ef það finnur nothæft PCI kort) ef leikir eru málið.

4x USB tengi (2 að framan) — gott að hafa þau að framan

Og svo eitthvað af hugbúnaði (Win SE, Word 2000, Works 2000, CD-R og MP3 hugbúnaður auk vírusvarnar)


Svo er eitt sem minnst er á hjá Compaq á netinu en ekki hjá BT er að MP3 hugbúnaðurinn dugir bara í 50 skrár..og þá þarf að borga meira fyrir hann.

Svo er einnig töluvert óabyrgt af þeim að kalla uppfærslu barnaleik…sérstaklega ef miðað er við ábyrgðarskilmála BT sem standast varla lög, en þeir segja að ábyrgð falli úr gildi ef einhver annar en starfsmaður BT fiktar í viðkomandi tæki.

Jæja…orðið nógu langt í bili og segið ykkar skoðun á þessu eða spurjið spurninga hér fyrir neðan.
JReykdal