Já þá ætla ég aðeins að ræða um tölvu sem ég setti saman núna nýlega, hvað svona dæmi kostar, hvernig ég set þetta upp og hvernig ég reyni að kreista það sem ég get útúr þessu. Verðin á þessu tek ég þaðan sem ég keypti þetta þannig að menn geta þá séð hvað þetta kostar annars staðar ef þeir eru eitthvað að spá í þetta.

***Búnaðurinn***

Móðurborð: Gigabyte GA-P35-DQ6
Örgjörvi: Intel Core 2 Duo E6850 3.0 GHz
Örgjörvakæling: Thermaltake Ultra Extreme 120
Vinnsluminni: Corsair XMS2 Dominator 8500C5D 1066 MHz
Skjákort: MSI 8800GTX 768mb OC'd
Aflgjafi: Fortron Epsilon 700W
Harðir diskar: 2 stk. Western Digital SE16 250GB

Kassinn, aflgjafinn, diskarnir og dvd drif átti ég til síðan úr síðasta æði en ég held að það standi alveg undir sínu.

Ég vill koma því á borðið að það er kannski ekki margt til sparað í þessu, svona tölva kostar sitt ef þetta er keypt hérna á klakanum. Þannig að þetta er high-end “stuff” ef svo má orða það, tilbúið í allra nýjustu leiki eins og BioShock, Crysis og fleiri, þunga grafíska vinnslu, þó að ég myndi mæla með Q6600 örgjörvanum ef menn eru bara að spá í vinnslu í inventor, 3dmax og það allt saman.

———————
***Móðurborðið***
Gigabyte GA-P35-DQ6

Verð: 24.900 (www.tolvuvirkni.is)

Mér leist alveg hryllilega vel á þetta borð. Yfirklukkara dæmi með miklu framtíðar potential hvað varðar örgjörva, minni ofl.

Grein á íslensku = http://www.matrix.is/index.php?showtopic=2664
Grein á ensku = http://www.pcstats.com/articleview.cfm?articleID=2118
———————


———————
***Örgjörvi***
Intel Core 2 Duo E6850

Verð: 26.860 (www.tolvuvirkni.is)

Þetta er hraðasti örgjörvinn í Intel C2D línunni. Ég hef lesið um að menn hafi yfirklukkað í 3.6ghz auðveldlega með stock kælingu og stock voltum. Svo hef séð hátt í 4.5ghz með vatnskælingu, en það er frekar extreme dæmi.

Grein á ensku = http://www.extremetech.com/article2/0,1697,2170928,00.asp
———————


———————
***Örgjörvakæling***
Thermalright Ultra Extreme 120

Verð: 7.500 (www.kisildalur.is)
9.400 m/viftu

Einfaldlega besta loft kælingin. Mæli með Sharkoon SE 2000 “Golf Ball” 120mm viftu sem þeir eru með í kísildal. Framleiðir gott sem engann hávaða og hugsanlega besta loftflæði sem þú færð.

Grein á ensku = http://www.xbitlabs.com/articles/coolers/display/thermalright-ultra120ex.html
———————


———————
***Vinnsluminni***
Pöruð 2x1GB Corsair XMS2 8500C5D 1066mhz

Verð: 19.900 (www.tolvulistinn.is)

High-end minni, mjög gott fyrir yfirklukkara. Ég keyri sjálfur minnið á þeim hraða sem það er búið til fyrir, 1066mhz (5-5-5-15 2T @ 2.2v)

Grein á ensku = http://www.custompc.co.uk/labs/120996/corsair-twin2x2048-8500c5d-dominator.html
———————


———————
***Skjákort***
MSI NX8800GTX OC 768mb

Verð: 52.860 (www.tolvuvirkni.is)

Já ég tók þetta kort þar sem þetta er besta kort á markaðnum í dag fyrir utan 8800 ultra. Ég hef verið að spila BioShock í 1600x900 upplausn, DX10, allar mögulegar stillingar í botni og hann er eins og smjör en maður veit ekki með leiki eins og Crysis, Alan Wake og fleiri sem eru að koma út.. hvort maður þurfi að splæsa í annað svona kort og tengja þau saman (SLI) til að ná að spila í hámarksgæðum í hárri upplausn.

Samanburðartafla frá Toms Hardware = http://www23.tomshardware.com/graphics_2007.html
———————


Jæja þá held ég að þetta sé komið nokkuð á hreint hvað þetta er allt saman en þá vill ég koma inná hvernig ég set þetta upp, hvaða volt ég set á örgjörvann, kubbasettið, minnið ofl. sem skiptir máli í þessu, hitastig á þessu og hvernig þetta er síðan að virka hjá mér.

Eitt sem ég vill benda á er að útkoma úr yfirklukkun getur verið mjög mismunandi þó svo að búnaður sé nákvæmlega sá sami. Sumir eru kannski með þennann örgjörva á 3.8ghz á 1.4V. Þar sem ég þarf töluvert meira Volt inná hann á sama hraða. En þetta getur gefið ágætis hugmynd hvað hægt er að gera með þessu.

***BIOS stillingar***

Ef menn eru á annað borð að yfirklukka þá vita þeir nokkurn veginn hvað þetta snýst allt um og til ógrynni af greinum um þetta á netinu. En ég mæli með að slökkva á öllu sem keyrir niður örgjörvann í Power save en hafa á stillingu sem verndar hjá þér dótið ef þú ofreynir það. Þetta er allt saman mjög auðskilið inní bios stillingum.

Meðan ég var að yfirklukka hafði ég stillingarnar svona:

***Advanced bios features***
CPU Enhanched Halt (C1E) = Disabled (def=enabled)
CPU Thermal Monitor 2 (TM2) = Enabled
CPU EIST Function = Disabled (def=enabled)

***PC Heatlh status***
Smart FAN Control Method = Disabled (def=enabled)

Þegar ég var búinn að finna réttann hraða og volt og búinn að reyna á þetta breytti ég þessu aftur í default.

***Volt, multiplier, FSB***

Þaðan af setti ég strax á 434 í FSB (434x9 = 3906mhz), eftir það set ég minnið í 800-900mhz (divider) 6-6-6-18 timings (verður að ýta á CTRL+F1 til að fá fleiri stillingar í bios) (en ég geri það til að minnið sé örugglega ekki til vandræða). Eftir það set ég Voltin inná DDR2 á +0.15. Voltin inná FSB og (G)MCH upp um 0.2V bæði. Setti svo Voltin inná örgjörvann upp úr 1.325 í 1.45 og keyrði síðan upp voltin á örgjörvann (upp um +2 stig í einu) þangað til að tölvan keyrir upp windows án þess að restarta eða blue screena.

Mjög mikilvægt á þessu borði er að haka úr Auto í PCI-Express. Setja það manual á 100. Annars keyrir það sig upp í hraða með hinu dótinu og það vill maður ekki.

Einnig eiga þessar stillingar að vera svona ef maður er að yfirklukka…
Performance enhanche = standard
C.I.A.2 = disabled

***Forrit***

Ég mæli eindregið með að nota ekkert annað en Core Temp til að fylgjast með hitastiginu á báðum kjörnum á örgjörfanum. Forrit eins og SpeedFan og önnur tilkynna rangt hitastig um 10-20° í flest öllum tilfellum.

Ef þú ert með Vista x64 eins og ég þarftu að keyra upp windows með því að ýta á F8 í starti og velja “Driver Signature Enforcement” til að geta keyrt Core Temp.

SpeedFan er gott til að fylgjast með voltum, einnig Everest og CPU-Z. Ég nota Prime95 til að reyna á hvort þetta sé stabílt eða ekki og þá hef ég CPU-Z, core temp, speedfan líka í gangi þannig að ég sjái hvað er að gerast. Ég mæli með að keyra Prime95 yfir nóttu og sjá hvort það sé ekki örugglega stabílt. Ég hef ekki ennþá keyrt MemTest en það er mjög gott til að athuga hvort minnið sé að höndla þetta, en í mínu tilfelli trúi ég ekki öðru.

***Hitastig***

Ég held það sé örugglega rétt hjá mér að allir Core 2 Duo hafi sama max hitastig sem maður vill ekki fara yfir á kjörnunum.

Ég hef lesið mörg overclock review og svona í heildina séð vilja menn ekki fara yfir 65°C á hverjum kjarna þó svo að í mínu tilfelli sé ég í 68°C.

Þar sem ég hef lesið um marga með hátt í 85°C á báðum kjörnum held ég að ég sé alveg réttu megin við strikið.

***Loka stillingar í bios***

Eftir mörg blue screen og errora í Prime95 komst ég í gegnum þetta með 1.55V í bios á örgjörvann (sem eru raunveruleg 1.52V).

Ég lenti í smá veseni að finna FSB overvolt og (G)MCH overvolt en ég setti það upp í +0.3 og +0.35 meðan ég var að yfirklukka en komst að því að það var of mikið. Það lýsti sér í því að þegar ég restartaði tölvunni þá vildi hún ekki boota en var samt sem áður stabílt í windows (að mestu).

Þannig að svona lítur þetta út hjá mér núna..

9 x 434 (Multiplier x FSB) = 3906MHz
System Memory multiplier = 2.4 (1042MHz) (Minnið)
DDR2 OverVoltage Control = +0.35V (raunveruleg volt 2.19)
FSB OverVoltage Control = +0.25V
(G)MCH OverVoltage Control = +0.300V
CPU Voltage Control = 1.55000V

Memory timings = 5-5-5-15

Default 2T þannig að það þarf ekki að breyta því.

***Niðurstaða***

Það eru þarna 5 hlutir sem ég kaupi til að gera þessa tölvu þar sem ég átti kassann og það sem uppá vantaði. Þetta eru 133.920kr. Diskarnir keyra á RAID-0 sem gefur mun betri vinnslu í tölvuna.

Þar sem skjákortið er yfirklukkað frá framleiðanda þá geri ég ekkert annað hér en að yfirklukka örgjörvann. Frá 3GHz í 3.91GHz. Gæti eflaust farið lengra en ég vill ekki keyra á meiri hita en ég geri.

SuperPI 1M og Windows Experience Index - Super PI = 13sec og Windows Experience Index = 5.8 á örgjörvann, allt annað 5.9.
Áður en ég yfirklukkaði var ég með 17sec. í Super PI.

3DMark06 - 3DMark06 12077 stig. Held að vista lækki 3dmark stigin eitthvað en ég hef séð á xp vélum eitthvað kringum 13000 stig á svipuðum vélum.

Ég þakka fyrir mig og vonandi einhver hafi gagn og gaman af því að lesa þetta. Ef einhver er að spá í svona búnaði þá mæli ég eindregið með þessu þó að ég geti ekki ákveðið ennþá hvort ég hefði átt að taka Q6600 örgjörvann en ég er bara sáttur með þetta. Menn verða að ákveða það hvort þeir vilja ef þeir eru að spá í svipað setup. Ég hendi kannski hérna inn frekari benchmark niðurstöðum.

Totium,
peace out.