Sælir,
Nýverið hef ég verið að lenda í vægast sagt dularfullu máli með 30gb ibm diskinn minn. Ég byrjaði að rekast á vandamálin í leikjunum sem ég spila, ég fór í Counter-Strike og þá segir hann að ég sé með ólögleg skin (illegal file size blabla) eða vitlausa útgáfu af borðinu og þannig áfram. Jafnvel stundum að Half-Life executable sé vitlaus.

Svo ég keyri Norton System Mechanic og hann segir að drifið sé 76% fragmented ég læt Nortoninn fiffa það til en ekkert breytist.
Svo formatta ég, set WinMe upp (ekki segja að það sé stýrikerfið..það hefur virkað fínt hjá mér alltaf..) og svo downloada ég CS 1.3 full hérna af huga og installa half-life, og viti menn þegar ég keyri upp CS1.3 full þá kemur “An I/O error has occurred while installing a file.This normally caused by a bad installation media or corrupt installation file.”
Ég downloadaði file-num aftur og aftur og aftur af mismunandi stöðum (10 alls..) og alltaf sami error. Svo líka get ég ekki alltíeinu installað Return To Castle Wolfenstein af disknum mínum og sami error kemur .. .

Ég fer í dos og keyri upp scandisk og læt hann skanna af bad sectors, hann finnur einga.

Núna er ég frekar ráðalaus og frekar pirraður á þessu skrambans drasli. Endilega komið með eitthvað dandí.