Góðan dag.

Nú er komið nýtt próf og raunar keppni (allavega metingur) um hver fær besta tímann (lægsta þ.e.) og þar sem að það var hérna grein um yfirklukkun og menn eru hérna major græjukallar þá datt mér í hug að þetta ætti erindi hingað:)

Þetta próf heitir SuperPI og er að finna <a href="http://www16.big.or.jp/~bunnywk/superpi.html“>hér!</a>

Þið sem viljið prufa þetta, passið ykkur á að taka ensku útgáfuna.
Til að geta gert samanburð þá er stuðst við útrikninga á 1M (sjáið þegar þið gerið þetta).
Þá er hægt að skrá sig á sömu síðu og vísað var til áðan og taka þátt í keppni sem nú er í gangi en það er engin nauðsyn.

Þið sem hafið áhuga á þessu, látið fylgja hvaða Örgjörvi, móðurborð (hvaða rev.), minni og stýrikerfi er í vélinni.

Metið er <b>48 sek<b>. (af um 400 <i>skráðum</i>)
Sá gæi er með 1800XP (1533MHz)örgjörva á Epox 8K7A móðurborði.
Örgjörvinn er klukkaður í <b>2209MHz<b> og <b>210MHz<b> bus (vá!), þá notar hann WinNT stýrikerfi.

Spennó að sjá ykkar niðurstöður !

Finna má dæmi um notkun á þessu prófi <a href=”http://www.amdzone.com/articleview.cfm?articleid=826&page=3">hér</a> svona fyrir þá sem eru kannski e-ð skeptical.

Hver á flottustu græjuna ?