Jæja kæru nördar.

Tími til kominn að það birtist eitthvað á þessu fallega en yfirgefna horni huga.is. Ætla að taka af skarið með grein um vélina mína sem ég setti saman í byrjun ársins.

Því miður get ég ekki sent mynd með þar sem myndavélin mín eyðilagðist núna nýlega.

Ég ákvað að búa mér til ódýra en öfluga vél, og tel lítinn möguleika að fá jafn mikið fyrir jafn lítinn pening með annarri samsetningu. Hún kostaði mig samtals vel undir hundraðþúsundkallinum, eitthvað í kringum 75þ.


Móðurborðið finnst mér vera mikilvægasti hluti tölvunnar. Get engan veginn sætt mig við vél sem lítur ofboðslega vel út á pappír en er svo með drasl móðurborð og er þ.a.l. óstöðug og með litla yfirklukkunarhæfileika.
Þess vegna valdi ég mér Abit AB9 Pro, keypt í Hugveri, og kostaði um 16 þúsund kall. Þetta móðurborð er að mati flestra reviewera að jafnast á við það besta á markaðnum, t.d. Asus P5W DH Deluxe sem kostar um þrjátíu þúsund kall. Ég er alveg endalaust hrifinn af þessu borði mínu og það hefur staðist allar væntingar.

Það er með Intel 965 kubbasettinu, sem er aðeins nýrra og óreyndara en Intel 975X kubbasettið sem flest high-preformance móðurborð nota.
Það styður hvorki SLi né crossfire, sem er þó enginn ókostur í mínum augum þar sem ég á varla efni á góðu skjákorti, hvað þá tveimur.
Veit ekki hvað Abit menn voru að reykja þegar þeir ákváðu fjöldann á SATA tengjunum, en þau eru hvorki meira né minna en 9 stykki! Og það með innbyggðu RAID.
Mikil gæði á hlutunum, t.d. er mjög mikið um solid-state capicatora. Líka margt til þægjinda eins og CMOS reset jumper og tveggja stafa “reiknivélaskjár” sem sýnir hvað er að gerast og errora þegar þeir koma upp, svo maður þarf ekki að pæla í enhverjum óskiljanlegum píp hljóðum.
Svo er mjög snilldarleg hönnun á heatsinkunum. Northbridge heatsinkinn er frekar lítill en leiðir hitann með heatpipe upp í voltage regulator heatsinkinn sem er mjög stór, og örgjörvaviftann blæs svo í gegnum hann og loftið fer út um I/O shieldinn aftan á tölvunni. Það er engin vifta á borðinu sjálfu.
Svo er uppáhalds fítusinn minn að þegar maður yfirklukkar með þessu móðurborði og ofgerir eitthvað þannig að tölvan crashar, þá bootar hún næst þegar maður kveikir á henni á default klukkustillingum. Ekkert vesen með að resetta CMOS í hvert skipti sem maður getur ekki bootað vegna yfirklukks.
Þetta móðurborð hefur aldeilis staðið sig og ég er ofboðslega sáttur við það. Til dæmis hef ég náð FSBinu upp í 445 og bootað upp í windows, en ég hef ekki reynt hærra en 375 FSB yfir nótt af stess testi og það höndlar það léttilega. Þá er 2,13ghz örgjörvinn minn að keyra á 3ghz (8x multiplier)
Til að ná 375 FSB stöðugu nota ég þessar voltage stillingar:
VCore: stock (1,325)
DDR: 2,20
MCH: 1,35
ICHIO: 1,55


Örgjörvinn sem ég valdi er 2,13ghz Core 2 Duo E6400, keyptur frá att.is. Hann hefur mikla yfirklukkunarhæfileika og kemst á 3ghz+ á stock voltage stöðugur einsog klettur. Klettur er eiginlega akkúrat rétta orðið til að lýsa þessum örgjörva. Sama hvað maður yfirklukkar eða leggur á hann þá er hann stöðugur og sinnir sínu starfi.
Eins og er bera Core 2 Duo örgjörfar höfuð og herðar yfir allt sem AMD hefur upp á að bjóða. Alger helgispjöll að kaupa sér eitthvað annað í kraftmikla leikjavél.
Þessi örgjörvi kostaði mig um 17 þúsund kall.

Svo festi ég AC Freezer 7 Pro á hann. Mjög góður heatsink miðað við að hann kostar bara þrjú þúsund krónur. Hann er með kopar base og úr því koma svo sex heatpipes sem leiða hitann út í mjög margar og þéttar álþynnur. Viftan er samt frekar slöpp en ég hef enn ekki komið því í verk að skipta um hana. Ég er að fá 23-24° idle og 35-45° í vinnslu, fer allt eftir álagi og yfirklukki.


Ég fjárfesti svo í Corsair XMS 800 minni, líka frá att.is. Það keyrir á 5-5-5-18 timings. Ég var nógu heppinn til að fá minniskubba framleidda með Micron D9 örflögum, en alls ekki öll Corsair XMS minni eru þeirrar lukku aðnjótandi. Micron D9 eru nokkurvegin þær bestu sem finnast í vinsluminnum fyrir hefðbundnar tölvur. Mér skilst að þegar þeir handvelja bestu Micron D9 örflögurnar í Dominator minnin og þær sem ekki standa sig alveg jafn vel settar í XMS minnin. Micron D9 er það nú samt og þetta 800mhz minni getur því léttilega yfirklukkast sóðalega mikið. Það nær t.d. 1,3ghz+ á stock timings án þess að svitna.

Vegna fjárskorts ákvað ég að kaupa bara 1 GB og bæta við öðru eftir sumarvinnuna í sumar. Þá verður vandamálið að finna aftur minni með Micron D9 því það er ekkert auðvelt að finna það út, enda hvergi gefið upp á umbúðum eða frá framleiðanda. Ég hef samt heyrt að enhver af G.Skill minnunum sem Kísildalur er að selja innihalda Micron D9 en sel það ekki dýrar en ég keypti það. Það er hægt að komast að hvernig örflögur maður er með með því að taka heatsinkanna af minninu og skoða númerið sem er prentað á flöguna. T.D. byrja allar Micron flögur á “MT4…”
Hérna er linkur sem hjálpar við að lesa úr þessum stafarunum:
http://www.chipmunk.nl/DRAM/ChipManufacturers.htm
Þetta minni kostaði mig um 15 þúsund.


Ég ákvað að spara í skjákortinu, vegna þess að það meikar ekkert sense að kaupa sér eitthvað þrjátíuþúsund króna dx9 kort sem verður svo úrelt eftir ár þegar allir hafa dx10, og 8800 kortin eru of dýr fyrir mig eins og er. Ég keypti mér MSI 7600GT á 15 þús frá att.is, en þetta kort skilar öllu sem ég þarf þar til ég hef meiri peninga á milli handanna og get keypt mér dx10 kort. Samt er þetta flöskuhálsinn í vélinni og ég næ í kringum 100fps í counterstrike source í fullu resolution með AA á og allt. Ég var samt smá svekktur yfir því að att.is sýnir mynd í vörulistanum af útgáfu kortsins þar sem MSI hafa sett allsvakalega kælingu á, nokkurnvegin eins og er á 8800 kortunum, en það sem ég fékk svo var með sama draslinu og frá öllum hinum framleiðendunum.
Þetta skiptir samt litlu fyrir mig, enda er mér mjög illa við stock cooler á skjákortum og fljótlega eftir að fá þetta kort í hendurnar setti ég gamla góða Zalman skjákortsblómið á það með vænum skamti af Arctic Silver 5. Það droppaði hitanum úr 80° niður í 55-60° undir fullri vinnslu. Allgerlega þess virði… Skil ekki af hverju svona fáir nota aftermarket skjákortskælingar á meðan önnur hver manneskja er með einhverja þotuhreyfla fasta við örgjörvann sinn.


Ég tók svo 310GB SATA harðann disk og DVDskrifara úr gömlu tölvunni.


Þessi vél hefur reynst mér fullkomlega. Stöðug eins og skriðdreki, jafnvel undir miklu yfirklukki og ég gæti ekki verið meira sáttur.
Reyndar var fáránlega mikill hávaði og óstöðugleiki í lélega aflgjafanum sem ég byrjaði með, en svo var ég þeirri lukku aðnjótandi að vera boðinn 500W Fortron Blue Storm aflgjafi sem hafði verið notaður í nokkra mánuði á fimm þúsund kall og auðvitað greip í það tækifæri. Annars kostar hann 11 þús í att.is.
Svo er ég óvenju klikk þessa daganna og er að fá mér vatnskælikerfi á græjuna… kominn með allt nema CPU blockið og það er á leiðinni frá frænda mínum í Oslo á næstunni. Leiðinlegt að það fáist ekkert allmennilegt vatnskælingardót á Íslandi.
Veit að margt annað hefði verið mun betri fjárfesting en ég er bara svo mikill dellukall… geng allt of langt í áhugamálunum =Þ


Ég veit að þessi grein er kannski allger grænlenska fyrir fólk sem veit minna um þetta en ég, en það verður bara að hafa það. Það hentar ekki allt öllum.


Svo ef enhverjum vantar útskýringar á hinu og þessu, hjálp við val á tölvuíhlutum eða jafnvel samsetningu á vélum þá vil ég bæta því við að ég og vinur minn höfum mikla ánægju af að hjálpa… sendið bara skilaboð =)


Svo er bara málið að fleiri nördar fari að senda inn greinar á þetta fallega áhugamál. Grátlegur tómleikinn hérna.