Loksins Stóll fyrir Leikjafíkla Stóllinn sem heitir GameSeat er framleiddur af fyrirtækinu Nexcient og er ætlaður fyrir þá sem taka leikinn sinn alverlega (CS og AQ liðið sem dæmi). Stóllinn er hannaður til þess að styðja vel við bakið og lærin og kemur með músarspjaldi og sérstökum gúmmíhúðuðum bakka fyrir stýripinna. Músarspjaldið og stýripinnabakkinn eru á gastjökkum sem gerir manni kleyft að láta þá leggjast niður þegar maður er ekki að nota þá. Einnig er hægt að fá viðbót á stólinn sem heitir “Shaker” og er tengdur við hljóðkortið og lætur stólinn titra í takt við bassann í leikjunum þannig að maður finnur hvert skot og finnur titringinn frá vélinni í kappakstursbílnum. Stóllinn kemur til með að kosta $399 í bandaríkjunum en er nú á sérstöku kynningarverði aðeins $359 og “Shaker” viðbótin kostar $129. Einnig er hægt að fá stólinn með margskonar áklæðum meðal annars leðri en það kostar auðvitað meira.
Stóllinn er auðvitað ekki gallalaus því að músarspjaldið er hægra megin þannig að það er eiginlega ekki hægt að nota WASD takkana og hvergi er hægt að koma lyklaborðinu fyrir á honum.

Ég býst nú ekki við að þessi stóll komi til með að ná miklum vinsældum en það er alltaf gaman að skoða svona extreme dót og láta sig dreyma.

Rx7