Verðstríð: Intel vs. AMD Slagurinn heldur áfram.
Í dag (mánudag) tilkynnti Intel að þeir ætluðu að lækka verðið á örgjörvum sínum til að auka eftirspurn og ná markaðshlutdeild af samkeppnisaðila sínum, AMD en sala Intel hefur minnkað um 77% á meðan sala AMD hefur “aðeins” minnkað um 37%.

Örrarnir:
2.0Ghz kostaði áður $562, nú $401 (29% lækkun)
1.9Ghz kostaði áður $375, nú $273 (27% lækkun)
1.8Ghz kostaði áður $256, nú $225 (12% lækkun)

AMD hefur nú svarað og lækkaði nýja fína
AMD XP1800+ úr $252, niður í $223 (12% lækkun)

Þetta er náttúrulega ekkert nema gott fyrir neytendur svo lengi sem fyrirtækin halda velli.
Sumir kunna að segja að þetta sé miklu glæsilegra hjá Intel, það kann að vera að einhverju leiti rétt en við skulum ekki gleyma að vasar Intel eru djúpir eftir að selja neytendum dýra örgjörva í gegnum tíðina og kann að vera að tæknin sem þeir ætla að beita er að lækka sína vöru mikið svo að AMD verða að lækka sína og fái ekki nægilega mikið til að halda batteríinu rúllandi. Intel getur þolað “dry season” lengur en AMD.

Þá vil ég ítreka þá staðreynd fram að 2.0Ghz örrinn frá Intel kostar $401 vs $223 sem er sú upphæð sem AMD fer fram á fyrir sinn AMD XP1800+, þetta er 79,82% munur sem hægt er að kaupa “one hell of a motherboard” fyrir.
Já og síðast en ekki síst, það fyndnasta við þetta alltsaman, AMD XP1800+ rúllar upp 2Ghz örranum frá Intel í flestum prófunum, hvað eftir annað, sama hvar maður leitar.

Þið sem eruð enn óvissir, þurrkið rykið úr augunum.