Eftir að hafa séð heilann haug af mjög varhugaverðum tilboðum hjá hinum ýmsu tölvubúðum langaði mig bara að koma með nokkrar ábendingar um það hvernig fólk getur varast að láta taka sig í ósmurt kakóið þegar verið er að kaupa tölvur.

Í fyrsta lagi þarf alltaf að passa sig á hvernig móðurborð er í vélinni, þetta er ein vinsælasta leiðin hjá tölvubúðum til að reyna að græða soldið extra á fólki. Passið að móbóið sé frá framleiðanda sem þið treystið og að það sé örugglega týpan sem virkar best með örranum sem er í vélinni.

Svo kemur harði diskurinn. Spyrjið alltaf hvað hann snýst hratt. Ef hann snýst á 5400rpm eða minna er hann virkilega að hægja á vélinni. Passið líka að hann sé frá traustverðum framleiðanda.

Minni, passið að minnið eigi við örgjörvann í vélinni. Ég sá tilboð þar sem SDRAM er sett í pakka með P4 sem er alveg furðulegt því að P4 treystir alveg rosalega á mikla minnisbandvídd. P4 er ahnnaður fyrir Rambus minni sem er 400mhz meðan SDRAM er í mesta lagi 133mhz. AMD Athlon/T.bird örrar virka best með DDR minni en þegar þú ert kominn í duron eða celeron virkar SDRAM fínt.

Skjákort, passið að skjákortið sé líka frá þekktum framleiðanda því að þó það sé geforce þá er geforce bara chipsett og mörg geforce kortin sem eru í sölu hér á landi eru frá gjörsamlega óþekktum framleiðendum sem ég myndi ekki treysta fyrir netkorti. Vandamálið við litla og lítt þekkta framleiðendur er að það getur verið martröð að reyna að ná í nýja drivera fyrir kortið sitt.

Módem, passið ykkur alveg sérstaklega á internal (innværum) módemum. Þegar ég keypti tölvuna mína fylgdi með henni Conexant HCF módem sem átti að vera með 56kflex/p.90 og ég veit ekki hvað. Síðan kom í ljós að þetta var eikkað virtual/software dæmi og var bara ekkert að virka. Lélegt módem getur þýtt allskyns bögg þegar verið er að reyna að tengjast netinu og líka random aftengingum og fleira.

Mýs, passið að það fylgi almennileg mús með tölvunni. Ef músin er eikkað ódýrt merki getið þið lent í því að hún bara deyji einhvern daginn og ódýrar mýs eru líka mjög ónákvæmar og í mörgum tilfellum mjög óþægilegar. Bestu mýsnar hér á landi að mínu mati eru frá LogiTech og Microsoft.

Lyklaborð, lyklaborð eru ekki alveg jafn hættuleg en passið ykkur að takkarnir séu þægilegir og best er ef það er hægt að taka þá af til að hreinsa undir þeim því það safnast alveg ótrúlega mikið ryk og rusl fyrir þarna undir.

Powerpack, einn helsti óvinur örgjörva og móðurborðs er lélegt powerpack (aflgjafi). Lélegt powerpack getur verið að gefa of lága spennu eða þá flöktandi spennu og það gjörsamlega myrðir bæði örgjörva og sérstaklega móðurborð.

Svo er alltaf mikið atriði að passa að maður sé að fá góðann kassa með þessu öllu saman. Hann verður að hleypa lofti vel í gegnum sig því annars getur orðið verulega heitt inni í kassanum og það er verulega óholt fyrir allann vélbúnað að vera of heitt.

Að lokum vill ég líka benda fólki á að passa að það sé ekki að borga of mikið. Gerið verðsamanburð og skoðið mikið áður en þið kaupið. Ekki ganga bara inní BT og hugsa “jæja nú ætla ég að kaupa mér tölvu”. Það er ávísun á slæmann díl.

Þessi ráð geta sparað ykkur ómældann pirring og óþarfa fjárútlát.

Rx7