Mér finnst vera koma tími á greina á þessu áhugamáli svo ég ákvað að koma með litla grein úr stærðfræði bókinni minni um sögu tölvunnar.

Það gerðist árið 1938 að bandaríski raunvísindamaðurinn Johnn Vincent Atansoft fékk hugmyndina að rafrænni reiknivél. Eitt sinn er hann sat á skrautlegum bar við Missisippifljótið varð hann fyrir áhrifum skrautljósa og fékk hugljómum. Hann hófst þegar handa við gerð vélarinnar en kláraði hana aldrei til fulls þar sem hann var kvaddur til þjónustu við herinn 1942 þegar heimstyrjöldin síðari stóð sem hæst. Þá átti hann aðeins eftir að ljúka við kortalesara vélarinnar sem hefði gert kleift að mata vélina á breytilegum gögnum. Samt sem áður gat vélin reiknað með rafstraumi einum saman án allra hreyfanlegra hluta og verður því að teljast fyrsta tölvan. Tölvan var fremar einföld að allri gerð og byggði á tveggja stafa kerfi eða tvíundarkerfi.

Annar bandarískur raunvísindamaður, John Mauchly, kynnti sér vél Atansofts og tók upp þráðinn. Hann hóf smíði rafrænnar reiknivélar ásamt J. Presper Eckert árið 1943. Þeir réðu til sín 32 tæknimenn og luku við vélina 1946. Vélin virkaði eins og til var ætlast en var flókin og bilanagjörn. Hún var 33m löng og 30 tonn að þyngd. Í henni voru 18.000 lampar og kælikerfi til að halda hitanum frá lömpunum í skefjum. Rafmagnsnotkun vélarinnar var gríðarleg og sagt var að öll ljósin í norðurhluta Fíladelfíu hefðu dofnað þegar kveikt var á vélinni. Þrárr fyrir þetta mikla umfang var vélin afar ófullkomin og gat t.d. aðeins geymt 2ö tölur í minni. Forritið byggði á sérstökum tengingum þannig að þegar skipt var um forrit þurfti að ráðast á breytingar á vélinni. Vélin var flókin í uppbyggingu enda byggði hún á venjulegu 10 stafa tugakerfi en ekki tveggja stafakerfi (tvíundarkerfi) eins og vél Atanosofts og síðari vélar gerðu. Vélin hlaut nafnip ENIAC (Electronic Numerikal Integrator And Calculator). Hún reiknaði algerlega án hreyfanlegra hluta og verður að teljast fyrsta tölvan sem komst í notkun. Hún var starfrækt með miklum kostnaði í 10 ár.

Þegar stærðfræðingurinn John von Newumann birti hugmyndir sínar um uppbyggingu tölva og tölvuforrita árið 1946, hóft næsta stóra stökkið í þróun tölvunnar. Hann vildi byggja á tvíundarkerfi eins og Atansoft til að einfalda tölvurnar. Helsta nýjung hans var hugmyndin um að skrifa forrit í tvíundarkerfi og geyma það í tölvunni. Tölva, sem byggð var á þessum hugmyndum, varð fræg þegar henni tókst að spá rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna árið 1951 þegar aðeins var lokð við að telja 5% atkvæða.

Enn þann dag í dag eru tölvur byggðar á hugmyndum von Neumanns en tækniframfarir hafa orðið miklar. Smárar (transistorar) tóku við af lömpum og við það tífaldaðist afkastageta tölva og þær minnkuðu verulega. Þegar örgjörvar á kísilflögum komu til sögunnar skruppu þær þó fyrst saman og enn tífaldaðist afkastagetan.

Örgjörvar eru dýrir í hönnun en ódýrir í fjöldaframleiðlu. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í hönnun örgjörva eru háð því að finna stöðugt upp nýjungar og gera örgjörva sína stöðugt öflugri. Nýjungarnar þurfa að vera það magnaðar að markaðurinn taki nýja rándýra örgjörva fram yfir eldi og mun ódýrari gerðir. Þetta hefur drifið þróunina áfram með ótrúlegum hraða.

Árið 1950 töldu sérfræðingar að þörf væri fyrir um 10 tölvur í heiminum. Síðan hafa komið fram stöðugt nýir notkunarmöguleikar fyrir tölvur samhliða því að þær verða jafnt og þétt öflugri og ódýrari.

Heimildir: Stærðfræði 3000 Bls 31.
Höfundar Lars-Eric Björk, Hans Brolin.
Íslensk Þýðing: Guðmundur Jónsson, Jón Eggert Bragason, Ásgeir Torfason og Jóhann Ísak Pétursson.