EasyDisk heitir græjan og er hún lítið flash module sem tengist við tölvuna þína í gegnum USB. Easydisk fæst nú þegar í stærðum frá 16MB uppí 128MB og í þessum mánuði kemur 256MB týpa og svo er ekki langt að bíða að 512MB útgáfa líti dagsins ljós.
Tækið kemur meira að segja með sínu eigin hulstri og er hægt að smella því á beltið ásamt öllu hinu ruslinu (GSM, MP3 spilara osfrv…) þó að bara þeir allra sorglegustu gangi með eikkað sona drasl á beltinu sínu.
Gagna hraðinn á þessu er að visu ekkert ultra (950KBs read, 600KBs write) en það skiptir ekki svo milku máli því það er ekki eins og maður komi til með að vera sí flytjandi gögn á milli því þetta er nú bara ætlað til að maður geti tekið nokkra fæla með sér.

Ekki er getið um verðið á þessu en það verður án efa ekki ódýrt.

Tekið af <a HREF="http://www.tomshardware.com">Tomshardware</a>

Rx7