Þjónusta Símans Ég fór og keypti mér router hjá símanum og allti lagi með það.
En svo eftir 3 vikur langaði mig nú að setja upp FTP server svona til að halda uppá nýja 512k ADSLið mitt en vitir menn það hafði einhver sett upp password á routerinn sem að mér var ekki sagt frá.

Ég hringi og leitast eftir þessu passwordi og enginn veit neitt hvað það var þannig að mér var sagt að ég þyrfti að setja hann upp aftur eins og hann kæmi frá verksmiðjunni.

vitir menn ég fór og leitaði að þessari skrá sem að ég þurfti að uploada í routerinn í gegnum serial portið og fann hana loksins.

En þá er routerinn alveg óstiltur og ég sem hafði aldrei komið nálægt uppsetningu á router hringi náttúrulega í símann internet og ætla að fá upplýsingar um hvernig ég á að setja hann upp.

Þá segir maðurinn hjá símanum að þeir kunni ekkert að setja upp routera og lætur mig fá annan síma.
Sá sími var hjá isgátt.

Ég hringi þá í isgátt og þeir geta loks hjálpað mér að setja hann upp aftur en þeir verða að rukka fyrir það alveg í botn því að þeir sem að kaupa router eiga að kunna setja hann upp.

Þetta finnst mér svoldið skrítið að þegar að maður frá símanum setur upp routerinn og setur svo password á hann og ég þurfti að borga fyrir það, lætur mig ekki vita að passwordinu og lætur mig svo borga aftur!



Nú er ég ennþá í vandræðum með að opna þetta blessaða FTP port á routernum því það er einhver firewall á honum sem að ég kann ekkert að taka af og ekki ætla ég að hringja í isgátt til að borga stór fé.

Ef einhver hér veit hvernig að ég á að gera það þá væri það vel þegið

Þetta er Zyxel prestinge 642 ADSL over ISDN router
hann kemur með SUA Singel user Account sem að á að vera svo einfalt að opna portinn en það virka ekki neitt.

Það eru einhverir filterar á honum sem eiga að blokka allt en ég var búinn að eyða þeim öllum en ekkert gengur. Get ekki einu sinni pingað ip töluna sem að ég fæ hjá simnet en aðrir geta það utanfrá