Crossfire vs SLI Jæja mér datt það í hug að fjalla örlítið um dual korta kerfinn sem eru að spretta upp þessa daganna. SLI frá Nvida er reyndar búið að vera til í u.þ.b. níu mánuði þannig að þeir hafa verulegt forskot hvað varðar fáanleika, stuðning og rekla. En núna þegar Crossfire er loksins komið er það hugmyndin að það á að rústa SLI og koma ATI aftur á toppinn. (Sem hefur reyndar ekki gerst síðustu tvær? kynslóðir) Gerir þá Crossfire það sem það ætlar sér? Það kemur í ljós….

Það er eitt sem skilur Crossfire virkilega frá SLI. Á meðan SLI krefur bara að maður sé með tvö nvidia kort með sama chipset, sem mega vera frá hvaða framleiðanda sem er, krefur Crossfire að maður sé með eitt Radeon x**** kort ( t.d. X1800XT) og annað mótsvarandi “MASTER” kort. Þetta virkar eins og það að hafa einn master harðandisk og einn slave. (Nema þeir eru náttúrulega ekki eins, anyway..) Eins og staðan er núna er fáanleiki þessara “MASTER” kort mjög takmarkaður eins og sést hefur með Nvidia 7800 GTX 512mb. Fyrir utan það að Crossfire móðurborð krefa “MASTER” kort er hugmyndin hjá báðum framleiðendum sú sama, tvö skjákort eru betra en eitt. Hvor er það svo sem hefur betur í þetta sinn?

Í mörgum forritum (leikjum) er það Crossfire sem tekur fyrstu verðlaunin en í öðrum er það SLI. Crossfire er búið að minnka “risa-forskotið” sem SLI og Nvidia hafði. ATI kerfið hefur einnig betri myndgæði eins og hefur alltaf verið þegar maður ber saman gæðin frá Nvidia við ATI en hvað með það. Eins og vitað er þurfti ATI virkilega að gera eitthvað til að ná Nvidia. Síðustu níu mánuðina er Nvidia einfaldlega búið að rústa ATI hvað varðar hraða. Núna þegar X1800XT er komið út minnkar bilið á milli þeirra þó að eitt stykki X1800XT sé ekki jafn hratt og eitt Nvidia 7800GTX. En þegar tvö X1800XT er látinn fara á móti tvemur 7800GTX vinnur ATI nokkra og Nvida nokkra. Þessi kort er náttúrulega kjarnin í SLI og Crossfire og eru bæði alveg rosalega hröð en það er einfaldlega ekki þess virði ennþá að pæla í dual-korta kerfum, að mínu mati. (58000 kr fyrir X1800XT, og tíu þúsund meira fyrir 7800 GTX 512mb) Eitt af þessum kortum keyrir langflesta leiki í 1600x1200 með frábærum gæðum, þannig að Nvidia virðist vinna þegar verð/frammistaða er skoðað. Eitt 7800GTX 512mb er ódýrara en tvö X1800Xt…

ATI eru búnir að vera, unanfarið, frekar slakir miðað við Nvidia en núna virðist sem þeir eru byrjaðir að ná Nvidia. Þetta eru þó mjög sambærileg kerfi og sá einstaklingur sem á annaðhvort tvö ATI kort í Crossfire eða tvö Nvidia kort í SLI getur alveg verið sáttur. Vonandi lækka verðinn á þessum kerfum þegar næsta kynslóð korta kemur út því að þegar maður horfir á þetta allt þá er það náttúrulega þannig að tveir eru betri en einn.

Einnig geta menn skoðað: http://anandtech.com/video/showdoc.aspx?i=2649
http://www.ati.com/technology/crossfire/features.html