Sælt veri fólkið.

Ákvað að þýða eina grein sem ég fann á netinu ykkur til skemmtunar :)

En fyrst vil ég kvarta smá yfir því hvað þið eruð vanvirk hér. Það eru t.d. margir sem hafa sagst ætla að gera greinar og hvaðeina…en gera svo bara ekkert í því.
Vill enn og aftur hvetja ykkur til að vera aktívari á þessu áhugamáli og reyna að standa við það :)

Það er ekki svo mikið mál að skella í eina grein, svo ekki sé minnst á þá litlu fyrirhöfn sem felst í því að senda inn myndir og kannanir, sem hafa þó mjög mikla merkingu.
Er enginn vilji fyrir því að lífga þetta við ? :)

Stórt hrós til þeirra sem hafa sent inn greinar/myndir/kannanir. Þið vitið hver þið eruð :)


En enough of this chitchat.



Í hinni ekki svo fjarlægri framtíð.



Ég sit einn inni í stofu og horfi á sjónvarpið.
Flóð af auglýsingum renna yfir skjáinn áður en að ég get horft á bíómyndina.
Myndin er 1 og hálfur tími, fyrir 4 krónur á mínútu er það ekki svo slæmt, þó að hún gæti kostað 3 krónur á mínútu ef ekki væri fyrir auglýsingarnar. Að því sögðu, þá gæti ég borgað fyrir flottari útgáfu af myndinni þar sem engar auglýsingar væru…

Konan mín kemur niður til að sjá hvað ég er að horfa á (endurgerðin af Kill Bill þar sem þeir tóku allt ofbeldið í burtu).
Þó að hún hafi áhuga á því að horfa á hana með mér, þá er áhorfs-kortið hennar nú þegar stillt á að hún horfi á MPAA verðlaunin (hétu áður Óskars-verðlaunin fyrir einhverjum árum síðan) uppi á efri hæðinni og það leyfir henni ekki að horfa á tvennt í einu nema hún hætti við fyrri áform (sem hún þarf þá auðvitað að borga fullt verð fyrir). Hún þyrfti ótakmarkaða kortið til þess og við erum ekki að fara að borga 55 þúsund krónum meira á ári fyrir að horfa á sjónvarp.

Ég set myndina á pásu, tek upp VoIP símann minn og panta pizzu á næsta pizza-stað. Þegar ég skelli á birtist á skjánum hvað símtalið kostaði (auðvitað kostar að hringja í gegnum netið nú til dags).
Meðan ég er með símann í hendinni, sendi ég félaga mínum skilaboð og spyr hann hvort hann nenni ekki að koma á eftir og spila nokkra leiki.

Stelpan mín kemur á fleygiferð niður stigann til að forvitnast um hvað ég sé að horfa á, en verður vonsvikin þegar hún sér sjónvarpið setja sig á pásu og slökkva á sér.
“Fyrirgefðu elskan, en þetta er fullorðins mynd” segi ég og á sömu stundu birtist listi yfir myndir sem hæfar eru börnum á skjáinn. “Það er rigning úti…viltu ekki fara á netið og fara í boltaleik með vinum þínum ?”
Þetta kætir hana, hún hleypur og nær í stýripinnann sinn í herberginu sínu og sendir skólafélögunum skilaboð.

Þegar myndin klárast, fer ég og set pizza-kassann í endurvinnslu-tunnuna, sem og kókflöskuna.
Ég kveiki á músik og um leið fæ ég skilaboð frá húsinu sem segir að félagi minn sé við dyrnar. Þegar hann kemur inn, þá slokknar samstundis á músíkinni því hann er ekki búinn að borga fyrir að fá að hlusta…

Hann vill spila Halo XXX (þetta er ekki einhver flottur dulkóði, þetta er í raun Halo 30) en ég er orðinn svo leiður á honum, sérstaklega eftir að Halo bíómynda trílógían kom út.
Fyrir utan það að maður þolir bara ákveðið magn af 14 ára gelgjum öskrandi “owned” í hljóðnemann…

Ég sting uppá að við spilum Battlefield : Antarctica í staðinn. Ég spila alltaf sem mörgæsirnar og er að vinna við að byggja risa eldflaugastöð undir ísnum sem mun einn daginn rústa félaga mínum :P




Mjög svo lauslega þýdd grein af http://www.bit-tech.net/ - ætli þetta verði ekki eitthvað þessu líkt í framtíðinni ? Heheh :P

Örugglega einhverjar stafsetningarvillur…

Þakka fyrir mig.