Ferðatölvan mín / IBM Ég vill segja í stuttu máli frá ferðatölvunni minni. Núna þegar ég hóf nám í menntaskóla þurfti ég á ferðatölvu að halda.

Ég skoðaði allar tölvur á markaðinum, skoðaði umræður um tölvur ofl.

Ég endaði með IBM tölvu. Hún kostaði reyndar sitt(200k), en ég þurfti að selja borðtölvuna(leikjavélina) til að kaupa hana.

Uppls.

Framleiðandi
IBM

Týpa
T43

Örgjafi
Pentium M 740 1,86Ghz

Minni
512MB 533mhz

Skjákort
ATI Radeon x300 64mb

Niðurstaða
Ég elska þessa tölvu. Hún er bókstaflega geðveikt. Það skemmtilegasta við hana er að hún er með geðveikt sniðugan Power Manager. Hann bíður manni upp á það að stilla örgjafan eftir þörf.

Hann virkar þannig að hann stofnar profilea eftir því sem þú vilt gera. Þú getur einnig gert þína eigin profilea.

Ef ég er í skólanum og vinna með einföld forrit hef ég örgjafan rólegan, hún heldur sér þá nokkuð kaldri og það heyrist ekkert í henni. Þegar ég er hinsvegar að spila leiki, set ég örgjafan í 5 gír. Aflið verður rosalegt. Hún ræður mjög vel við hvaða leiki sem er, sem kom mér ótrúlega á óvart þar sem hún er talin vera skrifstofutalva.

— — —

Síðan er það líka að fyrsta mánuðinn í skólanum var helt kóki yfir hana, þá missti ég andlitið. Ég sá fyrir mér 200þ hverfa. Ég sneri henni við en náði ekki miklu kóki úr henni þannig. Svo ég setti hana aftur niður og sá að undir henni er gosið að leka út. Þá mundi ég eftir því að hún er með vatnshelt lyklaborð. :P

Annað
Ef þú/þið eruð að spá í að fá ykkur ferðatölvu ættuði að pæla alvarlega í IBM tölvunum.

Frekari upplýsingar er að fá hjá www.ibm.is og www.thinkpad.is, takk fyrir mig.