Í sumar, nánar tiltekið í júní, gaf Nvidia út kortið GeForce 7800 GTX 256MB og má segja að þeir hafi gnæft yfir markaðnum þar sem það voru engin merki um að nýja kortið frá Ati, R520 kortið kæmi fyrr en í lok sumars.
Reyndar tók það Ati menn lengri tíma en áætlað var, en þeir tilkynntu “andstæðing” GeForce 7800 GTX 256MB kortsins ekki fyrr en 5. október síðastliðinn. Og var það X1800XT 512MB kortið.


Þessi grein fjallar um svar Nvidia gegn X1800XT 512MB kortinu. Nýja Nvidia kortið sem ber hið frumlega nafn GeForce 7800 GTX 512MB.

Það er nokkuð mikill munur á klukkuhraða eldra Nvidia kortsins og nýja, en 512MB útgáfan er klukkuð á 550/1700MHz, “gamla” 256MB útgáfan er klukkuð á 430/1200 til samanburðar.

Auðvitað verður klukkuhraðinn mismunandi milli framleiðenda en ég ætla ekki út í það.


Ég ætla að hafa þetta stutt og sýna ykkur hvernig 4 nýjustu kortin stóðu sig í helstu leikjum dagsins í dag.

Kortin í þessum samanburði eru :

Nvidia GeForce 7800 GTX 512
Ati X1800XT 512MB
XFX 7800GTX Extreme
Nvidia 7800 GTX

—————————————

Leikir :

F.E.A.R
Quake 4
DoD: Source
Battlefield 2

—————————————


Tölustafirnir hér á eftir sýna í hvaða sæti hvert kort lenti í, ekki gera ykkur vonir um einhverja spennu, nýja Nvidia kortið er einfaldlega öflugasta skjákortið í heiminum í dag.

F.E.A.R – Spilaður í 1280x960 á öllum kortum.

1. Nvidia GeForce 7800 GTX 512
2. Ati X1800XT 512MB
3. XFX 7800GTX Extreme
4. Nvidia 7800 GTX

-
Quake 4 – Spilaður í 1600x1200 á öllum kortum, þess má geta að nýja Nvidia kortið var það eina sem réð við ‘ultra quality’, hin kortin voru stillt í ‘high quality’


1. Nvidia GeForce 7800 GTX 512
2. Ati X1800XT 512MB
3. XFX 7800GTX Extreme
4. Nvidia 7800 GTX

-
DoD: Source – Spilaður í 1600x1200 á öllum kortum.

1. Nvidia GeForce 7800 GTX 512
2. Ati X1800XT 512MB
3. XFX 7800GTX Extreme
4. Nvidia 7800 GTX

-
Battlefield 2 – Spilaður í 1600x1200 á öllum kortum.

1. Nvidia GeForce 7800 GTX 512
2. Ati X1800XT 512MB
3. XFX 7800GTX Extreme
4. Nvidia 7800 GTX

-

Eins og við er að búast þá á Nvidia GeForce 7800 GTX 512 kortið einfaldlega markaðinn í augnablikinu og kemur það ekkert á óvart.

Til gamans ætla ég að lista þá leiki sem einnig voru prófaðir, en ég ætla ekki að setja kortin í sæti þar sem það er augljóst hvernig þeim er raðað…

Aðrir leikir :

1. persónu skotleikir :
• Battlefield 2
• The Chronicles of Riddick
• Doom 3
• Far Cry
• Far Cry with HDR Lighting
• F.E.A.R.
• Half-Life 2
• Project: Snowblind
• Quake 4
• Serious Sam 2
• Unreal Tournament 2004

3. persónu skotleikir :
• Prince of Persia: Warrior Within
• Splinter Cell: Chaos Theory

Hermar :
• Colin McRae Rally 2005
• Pacific Fighters

Herkænskuleikir :
• Age of Empires 3
• Warhammer 40.000: Dawn of War

Mismunandi afkastapróf :
• Aquamark3
• Final Fantasy XI Official Benchmark 3
• Futuremark 3DMark03
• Futuremark 3DMark05

Nvidia 512MB kortið vann í öllum þessum prófum fyrir utan EINA upplausn í leiknum Colin McRae Rally 2005, það tók Ati kortið.

Ætla að segja þetta gott í kvöld, þetta var hálfgerð grein um nýja Nvidia kortið, eiginlega bara samanburður. Þetta kort er greinilega það besta sem fæst í dag, sjáum hvað Ati menn gera með R580 kubbinn þegar að þar að kemur :)


Ps.
Er nýbyrjaður sem stjórnandi hér á þessu áhugamáli og ætla að reyna að lífga þetta við, þannig að þið verðið að vera dugleg að senda inn greinar, myndir, kannanir og hvaðeina. Ég ætla sjálfur að reyna að koma með greinar á fullu og þesslags :P


Takk.