Gefroce 7800 gtx 512 Jæja núna er það komið, það nýjasta og hraðasta í heiminum í dag, Geforce 7800 gtx 512mb. Þetta kort er samt ekki aðeins gamla góða gtx með meira minni, heldur hefur nvidia breytt kælinguni og klokkað kortið á mun meiri hraða en gtx 256mb. Nýju kortin rönna á 550/850MHz á móti 430/600 sem er tölverð hækkun í hraða. Þrátt fyrir mun öflugri og stærri kælingu notar kortið samt ekki meiri orku en það gamla sem er einnig ansi vel gert hjá nvidia. Þetta kort er samkvæmt flestum í tölvuíhlutaheiminum það hraðasta og ber að nefna að nýja X1800xt frá ati getur varla snert þetta nýja kort frá nvidia. Þetta kort er semsagt frábært fyrir ykkur leikjafíkla þarna úti, ef þið eigið slatta af peningum. Kortið kostar um $650-700USD sem er náttúrulega bara fáránlegt. Síðan er líka vonlaust að redda sér svona korti þegar þessi pistill er skrifaður vegna takmarkaðrum fjölda. Það er líka ágætt að nefna að slagurinn á milli nvidia og ati er langt frá þvi að vera búinn því að Ati hefur tilkynnt nýtt X1800XT kort sem er ATI Radeon X1800XT PE (“Platinum Edition”). Vonandi verður þá einhver samkeppni á milli þessara frábæru framleiðenda en nýja kortið kemur ekki út fyrir en í Janúar 2006.

Slóð með ítarlegrum texta…
http://graphics.tomshardware.com/graphic/20051114/index.html