Jæja, þá er IBM búið að finna upp nýja leið til að “teygja” sílíkon og intel býst við að þeir nái upp í 20 ghz fyrir 2007.
Við þann kraft ætti að vera hægt að gera ýmislegt sniðugt, td þýða frá ensku yfir á spænsku í real time :Þ

Sumir kannast kannski við svokölluð “moores law”, Thomas Moore var einn af stofnendum intel og spáði því að transistora fjöldi munti tvöfaldast á hverjum 18 mánuðum. Þessu spáði hann fyrir 20 árum eða svo, og svo sem ótrúlegt virðist, þá hefur það staðist alveg uppá hár hingað til og virðist ætla að endast ennþá lengur, sennilega allt þangað til við hættum að nota transistora :)

En spurningin er, hvað kemur á eftir þessu? Tökum td 2010, skv moores law þá ættum við að vera komin með 0.1 thz örra, en sílókon(og ekki einu sinni germaníum) ræður við það, þannig að við þurfum að fara að finna upp nýja tækni til þessa.

Ég hef verið að heyra ýmislegt um hvað mun taka við af þessari tækni sem við notum núna.
Þið hafið sennilega flest heyrt um quantum computing, en þar eru upplýsingar geymdar í atómum, ef atómið er hlaðið er það 1, ef það er óhlaðið er það 0.
Það á að vera til ein þannig tölva í ransóknarstofum í usa, ekkert meira er vitað en ef við náum tökum á þessari tækni held ég að stökkið verði MJÖG stórt, og þá getum við hætt að hafa áhyggjur af því hvað örgjörvarnir okkar eru hraðir því þeir munu sennilega geta gert allt sem okkur dettur í hug í real time.

Einnig hef ég heyrt um svokallaðar DNA tölvur, sem geyma gögn í dna strengjum í lífrænum vökvum.. ekki þörf á vatnskælingu þar.. he he he :)

Síðan er það nanótæknin.. Ég vona bara að ég verði á lífi til að sjá byltinguna sem hún mun valda.. Þá getum við gert pííínkulítil vélmenni sem geta gert eitt stykki örgjörva úr sandkorni. Eða mat.. eða hvað sem er. Ég leyfi mér að quota í AlphaNumberic vin minn:
“A few more steps in technolgies like biochemistry, particle physics and optics and I am sure a huge new technology like nanotechnology will once again revolutionise the entire planet. Trillions of tiny robots can be programed to create perfect silicon CPUs from sand at almost zero cost. (sand is £1 per cubic meter, so thats £1 for millions of CPUs!) Once nanotechnolgy arrives I can see it completely altering the planet using sunlight as power they can create food from dust, machines out of clay etc.”

Well, ég vona bara að ég verði ekki hræddur við tölvur eftir 40 ár eins og mamma og pabbi eru nún a:Þ
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”