Hæhæ,

mig langaði að deila með ykkur nýjustu samsetningunni minni á tölvunni. Málið er að ég er rosalega fátækur maður og hef því ekki efni á nýjasta örgjörvanum en langaði í almennilega uppfærslu. Ég fór því þá leið að kaupa mér AMD Athlon XP Mobile 2600+ og byrjaði með S462 móðurborð sem ég átti og hafði verið með 1300Mhz Duron á.
Ég hafði lesið mig soldið til um oc (overclocking) á netinu og fann þar trick til að hækka margfaldarann í biosnum umfram það sem hann leyfði. Ég þurfti að skella einni vírlykkju á tvo pinna undir örgjörvanum. Það heppnaðist fullkomlega og nú var ég kominn með örgjörvann sem var stock 2Ghz upp í 2380Mhz með FSB í 140Mhz og Multi í 17. Hitinn var alls ekkert að hækka mikið þó ég hafi lagt áherslu að hafa hljóðlátar viftur en ég er að nota venjulega CoolerMaster viftu á örgjörvanum.
Mér bauðst svo tækifæri á að fá skipti á móðurborðum og er ég nú kominn með algjört snilldar borð.

DFI Lanparty NF2 Ultra Rev. A

Eftir að ég fékk þetta borð þá fann ég spjallsíðu á netinu http://www.dfi-street.com þar sem ég gat lært af reynslu annarra með samskonar borð og örgjörva. Td sá ég að örgjörvinn sem ég er með getur hæglega farið upp í 400+ Mhz (200M+ Mhz í bios) í FSB þannig að ég stillti hann í 200Mhz og Multi í 12 og þá er ég kominn með 2400Mhz vél núna og breytingin á stillingunum skiluðu sér í mun meiri minnishraða.

Ég notaði SiSoft Sandra 2005 og keyrðu Memory bandwidth benchmark og fóru tölurnar úr ca 2000MB/s uppí ca 3000MB/s ss mikil aukning.

Þurfti að hækka Vcore uppí 1.625V til að hafa vélina stabíla í Prime95 en það er alveg svigrúm til að hækka voltin meira og auka hraðann.
Ætla mér að finna betri kælingu og hraðvirkara minni til að fara hærra.

Kveðja gRIMwORLD