Nú virðast flestöll tæknifyrirtæki sem vilja láta taka sig alvarlega vera komin með stór flash drif sem flest eru tengd við SCSI eða RAID eða fiber sem ég kann ekki alveg skil á en er víst það nýjasta og besta (dýrasta líka). Þessi hafa enga hreifanlega parta og því heyrist ekkert frá þeim, þau þola mikinn hristing og gífurlegar hitasveiflur (frá -25°c til 75°c) og síðast en ekki síst hafa þau sóknartíma sem innra minni gæti verið stolt af (ok meðan það er ekki DDR eða RDRAM).
Ég veit að ég væri alveg til í að losna við brakið í kassanum mínum þegar harða drifið mitt er að tyggja á einhverju. Ekki væri heldur verra að fá miklu minni sóknartíma og þar með miklu meiri og betri vinnslu útúr tölvunni.

Eini ókosturinn (reyndar helvíti stór ókostur) er verðmiðinn; $42000 fyrir 14.3GB SCSI.

Ég er þó nokkuð viss um að verðið á eftir að lækka í framtíðinni (djöfull vona ég það því mig drullulangar í) þegar betri framleiðsluaðferðir og efni eru hönnuð.

Rx7