IBM hefur tilkynnt að þeir séu komnir með tækni sem muni árið 2003 hafa allt uppí fjórfaldað geymslugetu harðra diska.
IBM segir að árið 2003 búist þeir við að geta komið fyrir 100GB á einni fertommu á hörðum drifum.

Nýja tæknin felst í því að setja þriggja atóma þykkt lag af Rothium sem er sjaldgæfur málmur sem hefur svipaða eiginleika og platína milli tveggja segullaga. Vísindamenn hjá IBM kalla rothium lagið “pixie dust” (álfaryk) en tæknin heitir á vísindamáli
“antiferromagnetically-coupled (AFC) media.” (ætla ekki einusinni að reyna að þýða þetta).

Þessi dýja tækni er komin á markaðinn í hörðu drifunum á Travelstar ferðavélum en þar er reyndar aðeins 27.5GB á fertommu.

IBM spáir svo allt að 400GB desktop HD-um og 100GB ferðavéla HD-um innan tveggja ára.

Hvað ætli verði langt í að 400GB verði of lítið?
Ég man þegar 500MB var ROSALEGT.

Rx7