Nýi vélbúnaðurinn fyrir Hugi.is Þar sem ég ku vera áhugamaður um vélbúnað og finnst þetta afskaplega kynæsandi upplýsingar (did i say that out loud?), þá vildi ég deila með ykkur spekkum á nýjasta vélbúnaðinum okkar á Huga. Þær eru allar nefndar eftir Southpark ef einhver skyldi pæla í nöfnunum og verða settar í gang innan mánaðar.

<b>kenny.hugi.is & kyle.hugi.is</b>
Þeir (2) munu vera vefþjónar, vinnandi “paralelt”. Álagi dreift með Cisco Local Director.
<a href="http://netserver.hp.com/netserver/products/highlights_lp1000r.asp“>HP Netserver LP1000r</a>
2 x Intel PIII 866Mhz
1 GB ECC RAM
2 x HP 18.2GB 10K Ultra3 Wide keyrandi Raid 1 (Stýrikerfisdiskar + PHP)

<b>cartman.hugi.is</b>
Þessi mun keyra gagnagrunnin og allar ”statískar“ skrár sem hægt er að sækja.
<a href=”http://netserver.hp.com/netserver/products/highlights_lt6000r.asp">HP NetServer LT6000r</a>
2 x Intel PIII Xeon 700 1M Cache (Hún tekur 6 allt í allt)
4 GB ECC RAM
2 x HP 18.2GB 10K Ultra3 Wide keyrandi Raid 1 (Stýrikerfisdiskar)
6 x HP 36.4GB 10K Ultra3 Wide keyrandi Raid 0,1 í RS 12 Diskaboxi. (Gagnagrunnur)

Á myndini sést þegar vökvalyfta opnar lokið á Cartman :)

Þær munu allar 3 keyra á Linux. Þess má geta að Hugi keyrir núna á einni HP LPr vél sem er 2 x 500 PIII með 1 GB í minni og er samt sem áður að afgreiða upp í 80.000 síðufléttingar á dag! Við erum með þessu að margfalda afköst núverandi vélbúnaðar ásamt því að auka rekstraröryggi. Þetta mun hraða töluvert á Huga aftur þar sem þið eru orðin það mörg sem koma hingað daglega.

*spankspank*