Fyrsti Athlon4 örrinn frá AMD er kominn út og er hann ætlaður fyrir laptop tölvur. Þessi Athlon4 á að vera svar við Mobile PIII frá intel og er ætlað að hjálpa AMD við að ná fótfestu á kjölturakkamarkaðnum. Innan fárra vikna munu svo koma Athlon4 fyrir borðtölvur og dual CPU workstation líka. Athlon4 mun nota minna rafmagn og því framleiða minni hita, smárunum fjölgar um hálfa milljón eða úr 37 milljónum í 37,5 milljónir (duuuh), die-ið sjálft kemur líka til með að vera 8 fermillimetrum stærra (gífurleg stækkun). Athlon4 mun einnig hafa innbyggðan hitamæli þannig að hægt verður að fylgjast með hitanum á honum í gegnum móðurborðið og þá jafnvel slökkva á öllu saman ef hann verður of heitur. Hitamælingin fer svo ekki fram á einhverjum hitamæli sem klínt er á milli örrans og kæliviftunnar heldur í örranum sjálfum, mjög sniðugt.

Verðið fyrir þessa nýja Mobile Athlon4 verður á bilinu $425 fyrir 1GHz útgáfuna niður í $240 fyrir 850MHz útgáfuna sem gerir hann þó nokkuð ódýrari en Intel keppinautinn.

Einnig er giskað á að þegar Desktop Athlon4 kemur út muni hann geta unnið hraðar á 1.6GHz en P4 á 2GHz, gaman að sjá það.

Framtíðin er björt hjá AMD og Intel má virkilega fara að passa sig.

Miklu meira <a HREF=http://www.tomshardware.com/cpu/01q2/010514/index.html>Hér</a>

Rx7