Apple hættir að framleiða CRT skjá á næstunni Skv. frétt á makki.is er það nú stefna hjá Apple að selja í framtíðinni einungis
LCD flatskjái. Túbuskjáirnir (Apple Studio Display) CRT munu því hætta í
framleiðslu á næstunni. Það kemur töluvert á óvart að í dag er helmingur
allra seldra skjáa frá Apple LCD þannig að þróunin í þá átt er kominn mun
lengra en maður heldur.

Þetta verður vonandi til þess að verðið á Apple LCD og sérstaklega Apple
Cinema Display 22" lækki eitthvað (hann kostar um 400.000 kr minnir mig).
Einnig eigum við væntanlega vona á meiri flóru í LCD skjám frá Apple.

Hins vegar verða þessir skjáir væntanlega aðeins fyrir Nýjustu makkanna og
ekki fyrir PC þar sem Apple Display Connector verður án vafa notaður áfram.
ADC er þunn skjásnúra frá Apple sem sameinar allar snúrur sem þurfa að
fara í skjáinn, tengið passar ekki í eldri vélar né PC.

Spurningin hvort menn verði jafn hneykslaðir á þessu og þegar Apple henti
floppy drifinu á haugana?