Microsoft hafa ákveðið að notast ekki við USB 2.0 í næsta kerfi þeirra sem mun kallast Windows XP. Í stað þess að nota þessi tengi sem koma frá sama framleiðanda og USB eins og við þekkjum það í dag ætla þeir að nota tengi sem kennd eru við IEEE 1394 eða einfaldlega FireWire sem hannað var af Apple.
USB 2.0, sem mun taka við af USB 1.1, og Firewire eru tvær leiðir til þess að tengja tölvur við utanáliggjandi tæki eins og prentara, lyklaborð, stafrænar myndavélar, geislaskrifara og harða diska á miklum hraða. USB 2.0 mun skila 480 megabitum á sekúndu en eldri útgáfan er að skila 12 mbps. FireWire frá Apple er á 400 mbps.
Þrátt fyrir að Microsoft ætti auðveldlega að geta smellt þessu inn í kerfið hjá sér í náinni framtíð þykir þetta styðja þá gagnrýni sem USB hefur fengið gagnvart FireWire. Það skapar líka skringileg lið: Apple og Microsoft á móti fyrirtækjum eins og Compaq, Hewlett-Packard, Intel og Lucent. Ennfremur kemur þetta á óvart þar sem Microsoft er er eitt af þeim fyrirtækjum sem komu USB á fót.
Þetta er alveg þokkalegur skellur fyrir USB 2.0 segir fræðingurinn Roger Kay. “Því lengur sem USB 2.0 eru frestað, nær FireWire meiri fótfestu,” sagði Kay. “USB 2.0 er frábært á pappírunum en staðreyndin að þetta sé ekki tilbúið mun gefa FireWire gott tækifæri til að stinga USB af.” USB er önnur tæknin sem mun ekki vera studd í Windows XP en fyrr hafði verið tilkynnt að Bluetooth, þráðlaus tengimöguleiki, verður ekki með í XP.
Ástæðuna fyrir þessu öllu segja Microsoft menn vera það að þegar XP byrjar í sölu verða ekki einu sinni komin nægilega mörg tæki sem styðja USB 2.0 svo hægt sé að prófa það nægilega. FireWire hefur verið til í um þrjú ár núna og því hellingur af tækjum sem nota þann staðal. Ennfremur er von á FireWire 2 þar sem flutningshraðinn nær 800 mbps.
USB er í dag með um fimmfalt meiri notkun á tölvum heldur en FireWire en flestar mýs og lyklaborð bjóða upp á þennan tengimöguleika. Microsoft hefur ekki enn gefið neitt út á það hvort USB 2.0 verði bætt við XP kerfið þegar það er tengistaðallinn er endanlega tilbúinn og prófaður.
Sagt er að ákvörðun þessi hafi verið endanlega fest eftir að Bill Gates var að sýna USB tæknina í Windows 98 á stórri sýningu og stakk í samband við tölvuna skanna. Það skipti ekki sköpum að tölvan fraus samstundis og sýndi bara hinn alræmda “blue screen” sem öllum er svo illa við. Þetta er sögð vera vandræðalegasta stund Bill Gates – og við skiljum það.