NVIDIA kynnir GDDR3 á GeForce FX5700 Ultra. Eins og ötulir THG lesendur ættu að vita nú þegar hefur NVIDIA gefið út nýja útgáfu af hinu vinsæla FX5700 Ultra korti. Þessi nýja útgáfa hefur það fram yfir eldri útgáfur að það kemur með nýrri tegund af vinnsluminni, GDDR3.
Það sem gerir þetta minni frábrugðið öðrum tegundum af vinnsluminni er að það keyrir á 1.8V (Micron) og 1.9V (Samsung) einnig keyrir þetta minni á hraða sem vart hefur verið fáanlegur hingað til eða 800mhz (1600mhz DDR!) þessi tala á svo eftir að hækka eftir því sem fram líða stundir.
Eini ókosturinn við þetta minni er að það keyrir á aðeins hægari CAS stillingum sem gerir það að verkum að GDDR1 minni keyrir hraðar en það á sama klukkuhraða.
Þetta kemur hinsvegar ekki að sök vegna hins mikla klukkuhraða sem þetta minni mun keyra á. Ekki skemmir heldur fyrir að þetta minni á að keyra kaldar heldur en þeir GDDR2 kubbar sem komu á undan því (hver man ekki eftir FX5800 og hinum gífurlega hita sem GDDR2 minnið í því gaf frá sér).
Þrátt fyrir þá miklu möguleika sem þetta nýja minni hefur upp á að bjóða hefur NVIDIA valið að auka ekki við kraft FX5700 kortsins (væntanlega til að viðhalda hraðamun á milli þess og næsta korts fyrir ofan). Það sem NVIDIA gerði var að hækka klukkuhraðann á þessu korti nóg til að vega upp á móti hægari CAS stillingum og er því kortið aðeins að standa sig örlítið betur en fyrirrennari þess.
Það sem kemur sterkast inn hinsvegar er að þessi nýja útgáfa er miklu yfirklukkunarvænni en gamla útgáfan þar sem minniskubbarnir á því eru gefnir upp fyrir 500mhz (1000ddr) en NVIDIA keyrir þá aðeins á 475mhz (950ddr).

Það verður gaman að fylgjast með hvernig kort með þessu nýja kubbasetti standa sig þegar þau koma fara loksins að nýta þá miklu möguleika sem GDDR3 býður uppá.

Miklu meiri upplýsingar <A HREF="http://www.tomshardware.com/graphic/20040405/ind ex.html">Hér</A>

Rx7