Ég er með tölvu sem er með 2x örgjöfum (dual) og er að nota Windows2000.

Ég er með 256mb vinnsluminni og 32mb Riva TNT2 Ultra skjákort.

Well það er nú bæði gott og slæmt en það er ekki málið.

Sko ef ég fer í t.d. leikinn Counter-Strike þá fer allt á ofurhraða. Hef ekki prófað að fara inná internetið með þessu en já í lan game þá hleyp ég á 1000 kílómetra hraða. Einnig í Q3 og fleiri leikjum þannig að þetta er eitthvað með tölvuna.

Ég var að fá þessa tölvu þannig að það getur verið eitthvað í stillingunum á henni en ég hef bara ekki grænan grun um hvað þetta gæti verið.

Ég er nýbúin að formata hana þannig að þetta er ekki vírus eða hack eða neitt svoleiðis.

Please help me

Kv. DeadlyShadow