þetta er follow-up af grein sem ég skrifaði hérna á vélbúnaður fyrir meira en ári siðan. því miður get ég ekki linkað í greinina vegna þess hún er ekki til lengur ?!?!?!

sennilega vegna þess að Tölvulistinn kom fyrir í henni og ákveðinn stjórnandi hafi hend henni. veit annars ekkert um það. hugi.is gæti alveg eins hafa týnd henni.

annars hljómaði greinin í stuttu máli
að ég keypti tölvu hjá T.L en því miður vantaði móðurborðið en mér var sagt að það væri komið til landsins og blabla ég fengi þetta á morgun. ég bý útá landi og því miður varð ég að gera mér aðra ferð í bæinn. ég hringdi áður en ég lagði af stað og spurðist fyrir um hvort þetta væri ekki öruglega komið og jú. það var mér sagt. en þegar ég var rétt að renna inní bæinn þá fékk ég hringingu um að þetta kæmi eftir viku. mikill pirringur bólstraði upp hjá mér. en jæja ég lét mig hafa það.

eftir viku hringdi ég og spurðist fyrir en því miður þá var mér sagt önnur vika. jæja ég varð meira pirraður og talaði við verslunarstjóran. sem btw var maður sem vissi hvað hann sagði annað en fólkið sem ég hafði hoppaði á milli í símanum í góðar 25 min. hann sagði mér að þetta væri komið. ég tók gleði mína.
jæja þannig var greinin fyrir ári síðar.

það sem ég greindi aldrei frá eftir að ég fékk tölvuna var að verslunarstjórinn sló af 5þús kall af tölvunni fyrir mistökin.

og þegar ég var loks heim komin með gripinn þá fann ég konfektdóterí ofan í móðurborðsöskjunni.

6 mánuðum seinna fór ég og keypti mér skjákort og vitiði ég fékk að sjálfsögðu 10% afslátt. passaði mig nottla að tala við sama starfsmann og seldi mér tölvuna :D hann mundi meira segja eftir mér.

jæja pointið í þessari grein var að sýna frammá það að tölvulistinn er bara bestu skinn. mun aldrei gleyma þessu með konfektkassan!!

-David