Síðastliðið sumar réðst ég í það að kaupa mér nýja tölvu.
Eftir mikla hugsun og skoðun sá ég að computer.is voru hagstæðastir og með besta orðsporið. ég keypti mér turn á 70000 og gerði smábreytingar t.d betra skjákort, DVD drif o.s.frv. Ég bý á landsbyggðinni og á ekki auðvelt með að komast í bæinn hvenær sem er vegna aldurs (15 ára) en þegar ég mæti á staðinn að sækja tölvuna þá bið ég um að láta athuga hvort breytingarnar hafa verið gerðar. Nei þá var ekki búið að gera þær og mér sagt að koma aftur eftir einn klukkutíma. Mér leist bara vel á það þannig að ég kom þá og allt tilbúið og í góðu lagi. Þegar heim er komið og ég ætla að setja upp Windows þá er allt í rugli alveg sama hvaða windows ég ætla að setja inn xp pro, xp home, 2000, en ME vildi fara inn á endanum. Ég var nú ekki alveg nógu sáttur við það en ekkert mikið pirraður. síðan þegar að ég ætla að setja upp leiki og forrit af diskum vildi bara ekki neitt fara inn. Þá var mér hætt að lítast á blikkuna og fór með hana aftur til www.computer.is þeir litu á hana og sögðu mér að þetta væri líklega geisladrifið. Þegar ég er kominn aftur með hana og það gengur allt vel með að setja windows inn í hana og þannig. En þegar ég fer á LAN og færi fullt af leikjum yfir og þannig fer talvan mín alltaf að frosna ég set windows bara upp aftur í von um að vandamálið lagist en alltaf það sama hún frosnar bara í leikjum. Ég er með hana aftur í viðgerð gruna að þetta sé hitavandamál eða gallað skjákort. Þeir segja mér að þetta hafi verið hitavandamál og þeir hafi bjargað þessu með því að hafa skipt um aflgjafa. Þegar heim er komið kemur í ljós að ekkert hafi breyst og þetta er allt eins þá verð ég illilega pirraður og hringi snarbrjálaður í þá og segi þeim vandamálið. svar þeirra var “þetta er ekki okkar vandamál”.

Er þetta leyfilegt selja manni snargallaða vöru og segja síðan þetta er ekki mitt vandamál???

Hvað finnst ykkur?
ég er Stefán, ég er kannski skrýtinn en vinalínan er alltaf opin.