Ég var að leita mér að nýjum hlutum í tölvuna mína seinasta vor og var að skoða og spá …. þetta var allt alveg geggjað dýrt og svo þurfti að borga ég veit ekki hvað mikið fyrir samsetningu og svo var þetta ekki neins staðar í ábyrgð þegar ég keypti hlutina á sitt hvorum staðnum.

Þá fór ég að skoða eitthvað annað. Ég endaði á www.ubid.com Þarna ræðurðu hvað þú borgar fyrir vöruna svo framarlega að enginn sé tilbúinn að borga meira fyrir hana en þú. Ef ykkur er alvara með því að það sé slæm þjónusta hér í búðunum heima þá ættuði að skoða þennan og fleiri kosti í sambandi við netverslanir úti. computer.is er nátturulega bara æjj… ég veit það ekki…… það er varla til orð yfir það. Þetta er netverslun sem er ekki ódýr. Hún er með mjög lágt þjónustugildi og ætti því að vera töluvert ódýrari en raun ber vitni.

en ég mæli með því að allir skoði www.ubid.com ég keypti móbó og örgjörva k7 850 fyrir ári síðan á 350000. Þá kostaði örgjörvinn hérna heima bara 600000. Síðan var ég að verzla vinnsluminni í sumar og fékk 256 mb kubba 2 á um 22þús saman…. ég meina halló …. Þetta kostar varla skít og kanil mar…. Verzlum úti og gefum skít í okrara hér heima.