Ég ættla ekki að rakka niður þjónustuna hjá þeim því sem betur fer hef ég ekki þurft á henni að halda. Það sem ég ættla að kvarta yfir eru Voodoo5 5500 kortin sem er enn verið að selja í bt, og það á 30-35þús. Þetta er nátturulega fáranlegt, fyrirtækið farið á hausinn, ekkert driver support, ekki neitt. Allar búðir úti fóru að lækka verðin á 3dfx kortunum sínum um leið og fréttir af falli 3dfx heyrðust á netinu. Þar vildu þeir bara losna við kortin sem fyrst, var meira að segja hægt að fá voodoo5 5500 á um $150 eða minna.

Þetta á ekki við um BT, þeir selja þessi kort útafþví að fólk sem heyrði einhverntíman fyrir 2-3 árum síðan hvað 3dfx var gott og kaupa þess vegna bara 3dfx kort.

Þetta er allveg ósættanlegt hvað BT er í litlum tengslum við það sem er að gerast í tölvuheiminum í dag.
_______________________