Computer.is eru nokk góðir enn ekki gallalausir. Ég pantaði fyrir langa löngu 750Mhz Retail örra þar, en nei er ég kom að sækja hann var enn eigi fánlegur… það var einungiss 700Mhz OEM sem var merktur sem 750 Retail. Verslunarmaðurinn skeit alveg á sig og gat ekkert gert… ég vildi samt að hann hefði boðið mér eitthverjar skaðabætur.

Skömmu eftir þetta pantaði ég 700Mhz Retail örra hjá þeim þar sem sá 750 Retail var eigi fánlegur og 800 Retail var töluver dýrari… en nei sagan endurtók sig… þeir voru ekki með hann heldur einungis 700Mhz OEM. Sami karlinn var að afgreiða og skeit enn og aftur á sig, svo að ég færi ekki enn eina fýluferðina keypti ég bara 700Mhz OEM örrann og svo gáfu þeir mér Viftu+heatsink með :)

Taka skal fram að ég þurfti að býða heillengi eftir þessu öllu, gæti hafa náð upp í klukkustund. Þetta var mjög pirrandi en ég lét mig bara hafa það… var ekkert að kvarta [sem ég hefði átt að gera] [hefði átt að biðja um huga afslátt eða eitthvað álíka] þetta var mjög leiðinleg reynsla og ég vona að ég þurfi ekki að ganga í gegnum hana aftur. Svoldið skondið.. Computer.is “auglýsir” sig sem fljóta og áræðanlega þjónustu.
Mortal men doomed to die!