Nvidia Fyrir tveimum árum eða árið 1999 vissi varla neinn hvað nVidia er.

En núna er nVidia í allra fremstu röð með skjákort og þrívíddarhraðla. Það byrjaði almennilega með látum, veturinn 1999, þegar GeForce kom út, og þar á meðl GPU tæknin, GeForce 256 öðru nafni. Frændi minn var svo óður í kortið að hann keypti það nánast þegar það kom hingað á klakann, þá kostaði það 29.000 kall! En núna ca. 15.000..

Nvidia byrjaði síðan að rokka almennilega þegar 3dfx seldi eignir sínar til NVIDIA, þá hrundu inn GeForce kortin hvert á eftir öðru.. GeForce MX, GF2 MX, GF2 ULTRA, GF3..

Og það sem NVIDIA gerði í leikjaiðnaðinum, T&L (Transform & Lighting), GPU (Graphic Processor Unit), Vertex Lighting og svo mætti lengi telja.

GeForce3 kom nýlega út á markaðinn í USA, kemur hingað einhvern tímann og mun líklega kosta u.þ.b. 80.000 kall.. hver tímir því eiginlega?

En mér datt nú bara í hug að skrifa smá um NVIDIA, þetta er nú ekki mikið samt..
En endilega droppið inn stanðreyndum um NVIDIA, besti skjákortaframleiðandi heims!